Rúgstykki - uppskrift

Rúgstykki úr bók Þorbjargar Hafsteinsdóttur, 9 leiðir til lífsorku.
Rúgstykki úr bók Þorbjargar Hafsteinsdóttur, 9 leiðir til lífsorku.

Þor­björg Haf­steins­dótt­ir gef­ur upp­skrift að rúgstykkj­um sem eru dá­sam­lega ljúf­feng.

Brauðin eru mjög góð sem milli­biti eða nesti þegar maður er á ferðinni. Sjálfri þykir mér gott að hafa harðsoðið egg með. Svo má baka fleiri og frysta. Þá er fljót­legt að grípa til þeirra.

½ l volgt vatn
2 msk kó­kosol­ía, t.d. frá Ra­punzel
35-40 g líf­rænt ger, t.d. frá Ra­punzel, eða
1 poki þurr­ger
3-4 tsk gróft salt
1 tsk vanillu­duft
2 dl graskers­fræ
1½ dl rús­ín­ur
1 tsk anís­fræ
9 dl gróft rúg­mjöl, t.d.
frá Spiel­ber­ger

Hrærðu ger, olíu og salt út í vatnið. Bættu graskers­fræj­um, anís, vanillu­dufti og rús­ín­um sam­an við. Hrærðu 4 dl af rúg­mjöli út í blönd­una.

Láttu deigið standa í 1-2 klst.

Settu af­gang­inn af rúg­mjöl­inu sam­an við. Hrærðu deigið vel sam­an. Mótaðu 10-12 aflöng brauð og raðaðu á bök­un­ar­papp­ír á plötu. Stráðu svo­litlu rúg­mjöli ofan á og láttu þau lyfta sér aft­ur í klukku­stund. Bakað í u.þ.b. 40 mín­út­ur í for­hituðum ofni við 180 gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda