Egg sem keyrir upp kjarkinn

Benediksegg með hrárri sósu.
Benediksegg með hrárri sósu. Ljósmynd/9 leiðir til lífsorku

Þorbjörg Hafsteinsdóttir mælir með Benediktseggjum með hrárri „þykjustu hollandaise-sósu“ sem keyrir upp kjarkinn.

4 egg
100 g kasjúhnetur
2 msk eplaedik
1 dl epla- eða appelsínusafi
1 tsk gott karrí
1 tsk túrmerik
1 tsk heil hvít piparkorn
1 tsk sinnepsfræ eða 1 tsk dijonsinnep
1 tsk þurrkað estragon eða ½ msk fersk blöð
sítrónusafi
salt
repjuolía með chili
ristuð sesamolía

Fyrst þarf að hleypa eggin. Hitaðu vatn með ögn af eplaediki í potti. Þegar vatnið bullsýður brýturðu eggin og hellir varlega út í án þess að þau steypist saman. Gefðu þeim þrjár mínútur og færðu þau varlega upp með gataspaða. Láttu vatnið drjúpa
alveg af áður en þú leggur þau fallega, tvö og tvö, í djúpa diska. Settu öll hin hráefnin, nema repjuolíuna og sesamolíuna, í blandara og láttu ganga þar til komin er þykk, flauelsmjúk og rjómakennd sósa. Hún á að líkjast hollandaise-sósu. Bættu við
ögn af vatni ef hún er of þykk. Helltu sósunni yfir eggin og skreyttu með olíunum tveimur. Salt og pipar eftir smekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda