Sexí morgunþeytingur

Sexí morgunþeytingur Þorbjargar Hafsteinsdóttur.
Sexí morgunþeytingur Þorbjargar Hafsteinsdóttur. Ljósmynd/Safaríkt líf

Í bók­inni Safa­ríkt líf eft­ir Þor­björgu Haf­steins­dótt­ur er upp­skrift af kynþokka­full­um morg­unþeyt­ingi sem bragðast súper­vel.

FYR­IR 1
2 dl soja- eða hrísmjólk
2 msk. kaldpressuð hör­fræj­a­ol­ía, t.d. frá Ra­punzel
1 msk. lesitín granúlat
½ - 1 tsk. kanel­duft
1 tsk. rif­inn sítr­ónu­börk­ur og smá safi líka
2-3 msk. mysu­pró­tín­duft
1 ban­ani
150 g fros­in ber

Öllu skellt í bland­ar­ann þangað til þykkt­in minn­ir á jóg­úrt. Gott að setja mús­lí ofan á ásamt of­ur­fæðu eins og blá­berj­um.

„Magn vökv­ans seg­ir til um þykkt þeyt­ings­ins. Þú get­ur aukið á fjöl­breytn­ina með því að nota t.d. app­el­sínu­börk og -safa í staðinn fyr­ir sítr­ónu, eða skipt berj­un­um út fyr­ir frosið mangó og papaja. Þú get­ur líka gert til­raun­ir með svo­lítið af ferskri engi­fer­rót,
hnetu­smjöri eða lárper­um (avóka­dó). Mik­il­væg­ast er að þú not­ir und­ir­stöðuefn­in í þess­um drykk sem eru mysu­pró­tín­duftið og olí­an,“ seg­ir Þor­björg Haf­steins­dótt­ir. Hún seg­ir að jafn­vægi kalli á að fólk fái svo­lítið af öllu og mæl­ir með pró­tíni, heil­næm­um fitu­efn­um og trefj­um til að halda blóðsykr­in­um stöðugum.

„Kynþokka­fulli morg­unþeyt­ing­ur­inn sér okk­ur fyr­ir öllu þessu ásamt því að vera
svo dá­sam­lega bragðgóður að maður get­ur orðið háður hon­um. Prófaðu hann strax í dag og njóttu hans það sem eft­ir er lífs­ins. Lesitín granúlat er sér­stak­lega gott ef þú ert und­ir miklu álagi eða átt erfitt með svefn,“ seg­ir Þor­björg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda