Hefurðu ástríðu fyrir lífinu og því sem þú gerir í leik og starfi? Það er aldrei of seint að kynda undir ástríðunni. Taktu prófið, þiggðu góð ráð og bættu lífsgæði þín.
1. Saknarðu ástríðu í lífi þínu?
2. Var ástríðan til staðar en finnurðu hana ekki lengur?
3. Gengur þér illa að gefa þig öðrum og njóta kynlífs?
4. Gengur þér illa að taka tilfinningalegan þátt í lífi annarra?
5. Seturðu ástina aftarlega á forgangslista í lífi þínu?
6. Gefur starfið þér sjaldan ánægju og umframorku?
7. Hunsarðu að næra þig og gæta þess að þér líði vel?
8. Seturðu börn, elskhuga, vinnu, vini, frama og fölskyldu þér framar á forgangslista?
9. Gengur þér illa að verða ástfangin?
Hafirðu svarað tveimur af þessum níu spurningum játandi skaltu samt ekki óttast. Þig skortir ástríðu en ert á leið til meiri ástríðu og ástar. Lestu áfram og finndu verkfærin til að þjálfa þig! HÉR er Þorbjörg Hafsteinsdóttir með drykk sem keyrir upp ástríðuna innra með þér.