„Ég er kominn með skyrfíkn“

Russell Crowe í Norðurljósasal Hörpunnar.
Russell Crowe í Norðurljósasal Hörpunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hollywood-leikarinn Russell Crowe setti svip sinn á mannlífið á meðan hann dvaldi hérlendis við tökur á myndinni Örkinni hans Nóa. Hann stundaði líkamsrækt af krafti, lyfti lóðum í Mjölni og hjólaði til Grindavíkur eins og ekkert væri. Hann hugsaði einnig vel um mataræði sitt og uppgötvaði íslenska skyrið í ferðinni.

Nú er hann floginn burt af landinu og tísti rétt í þessu á Twitter og spurði hvar í heiminum væri eiginlega hægt að kaupa íslenskt skyr.

„Eftir Íslandsferðina er ég kominn með skyrfíkn. Hvar er hægt að kaupa það annars staðar í heiminum?“

Russell Crowe sem Nói.
Russell Crowe sem Nói.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda