Lesendur Smartlands hafa á árinu lesið um holla lífshætti, fólk sem náði ótrúlegum árangri í breyttum lífsstíl og líkamsræktinni og ýmiss konar mola og fréttir úr heimi líkamlegrar og andlegrar heilsu.
- Í byrjun árs var vitnað til fréttar sem Health Freedom Alliance tók saman yfir sex óholl matvæli.
- Í apríl nutu leiðbeiningar um hvernig fá megi flatari maga á sjö dögum mikilla vinsælda.
- Í febrúar sagði Margrét Edda Gnarr frá því að hún væri á leið til keppni á Arnold Classic-mótinu í Ohio, einu stærsta líkamsræktarmóti í heimi.
- Valgeir Matthías Pálsson vakti mikla athygli fyrir þann árangur sem hann náði í þáttunum Leiðin til betra lífs.
- Viðtal við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur leikkonu var vinsælt hjá lesendum Smartlands en í byrjun ársins sagði hún meðal annars frá því þegar hún vó 100 kíló á fermingardaginn.
- Páll Magnús Guðjónsson sagði frá því í janúar hvernig hann náði að losa sig við 33 kíló.
- Hanna Kristín Didriksen snyrtifræðingur sagði frá því í febrúar hvernig hún missti 60 kíló.
- Benedikt Franklínsson hefur barist við offitu frá unga aldri en Benedikt sagði sögu sína í þáttunum um Leiðina til betra lífs.
- Lára Bryndís Pálmarsdóttir gat ekki hugsað sér að taka inn hormóna þegar hún var að leita að getnaðarvörn og ákvað að leita annarra og náttúrulegri leiða.
- Yrsa B. Löve, sérfræðingur í ofnæmislækningum, sagði frá því í febrúar að frúktósi, eða ávaxtasykur, væri í raun á margan hátt verri fyrir líkamann og erfiðari úrvinnslu en glúkósi. Agave-síróp er dæmi um afurð sem inniheldur hátt hlutfall frúktósa.
Margrét Edda Gnarr vakti athygli á árinu.
mbl.is
Yrsa B. Löve, sérfræðingur í ofnæmislækningum, vakti athygli með því sem hún hafði að segja um ávaxtasykur.