Freyja Haraldsdóttir lætur fötlun sína ekki stoppa sig og ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer 24. ágúst.
„Ég rúlla fyrir NPA miðstöðina vegna þess að hún berst fyrir notendastýrðri persónulegri aðstoð og með notendastýrðri persónulegri aðstoð varð ég frjáls,“ segir Freyja inni á heimasíðu Hlaupastyrks.
Freyja ætlar að rúlla 3 km og er nú þegar byrjuð að safna áheitum fyrir NPA miðstöðina. HÉR getur þú lagt Freyju lið.