„Ætli reiðin sé ekki grennandi“

Lára Björg Björnsdóttir.
Lára Björg Björnsdóttir. mbl.is/úr einkasafni

Lára Björg Björnsdóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, hatar Meistaramánuðinn sem fram fór í október hjá afmörkuðum hóp, en þó tókst henni að vinna samstarfsmenn sína og skartar tölunni 2 í innri fitu en var áður 4. Hin hefðbundna fituprósenta fór úr 33% niður í 24% sem þykir kraftaverk - sérstaklega í ljósi þess að hún fullyrðir að hafa ekki gert neitt til að verðskulda þetta. Mælingin fór fram með Boot-Camp hætti.

„Ég gerði ekkert, var 33% en fór niður í 24%. Ég breytti engu nema því kannski að síðustu daga hef ég sleppt kvöldmatnum og farið beint í snakkið. Ég bugaðist við þessar fréttir að ég væri með 33% fituprósentu og líklega er það ástand grennandi. Ég fékk sjokk yfir því hvað ég væri með mikla fitu og varð mjög reið. Ætli reiðin sé ekki grennandi.“

Þegar Lára Björg er spurð að því hvað hún borði á venjulegum degi segist hún lifa á brauði.

„Ég borða brauð á morgnana, flatkökur í hádeginu, oft bara kjöt eða brauð á kvöldin og alltaf snakk á kvöldin. Ég borða eiginlega bara brauð með smjöri og 26% osti. Ég er í rauninni gangandi furðuverk.“

Á Viðskiptablaðinu starfar allskonar fólk og eru margir í mjög góðu líkamlegu formi og segir Lára Björg að hún hafi haft, þrátt fyrir það, töluverða yfirburði.

„Það gekk ekki eins vel hjá þeim - ég var langhæst.“

Aðspurð að því hvað taki nú við segist hún alls ekki hætt.

„Ég ætla að halda mínu striki og vera komin niður í 0% fyrir jól. Ég treysti þessu tæki fullkomlega.“

Sem sigurvegari fékk hún gjafakort á Tapas-barinn. Þegar hún er spurð að því hvenær hún ætli stendur ekki á svarinu. „Ef ég fæ pössun - þá fer ég í kvöld.“

Lára Björg Björnsdóttir.
Lára Björg Björnsdóttir. mbl.is/úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda