Íslenski dansflokkurinn frumsýndi þrjú ný verk, Þríleik, á laugardagskvöldið og var salurinn fullur af dansáhugafólki.
Tilbrigði - Bryndís Halla Gylfadóttir leikur tónverk finnska tónskáldsins Jean Sibelius, Þema og varíasjónir fyrir einleiksselló frá 1887. Við tónverkið dansar Ellen Margrét Bæhrenz eindans eftir Láru Stefánsdóttur.
F A R A N G U R er nýtt íslenskt dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur en innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess.
Berserkir er eftir danska danshöfundinn Lene Boel. Verkið er magnþrungin blanda break, nútímadans og balletts með akróbatísku tvisti.