Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tekur þátt í Lífshlaupinu ásamt starfsfólki forsætisráðuneytisins. Lífshlaupið er á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands og fleiri aðila, m.a. með aðkomu velferðarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Landlæknisembættisins.
Sigmundur Davíð hefur farið óhreyfður í gegnum síðustu mánuði en er nú farinn að ganga á hverjum degi því hann má ekki draga liðið niður. Þess má geta að hann missti tíu kíló á íslenska kúrnum og ætlar aftur á hann.