Jökull Bergmann, eigandi Artic Heli Skiing, datt í lukkupottinn í fyrra þegar hann fékk Warren Miller í heimsókn í Skíðadalinn við Tröllaskaga til þess að taka upp kvikmyndina Ticket to Ride. Hópurinn kom í heimsókn í mars í fyrra og dvaldi í tvær vikur. Með í för voru tvær skíðadrottningar, Julia Mancuso og Jess McMillan, og fyrirsætan Sierra Quitiquit. Jökull fór þó ekki bara með hópinn á skíði því þau fóru á þyrlunni í kaffi til Baltasars Kormáks sem á hús á Hofi í Skagafirði.
„Svona án gríns að þá er þetta svolítið eins og að fá gull á Ólympíuleikunum að fá þetta fólk í heimsókn,“ sagði Jökull Bergmann.
Eins og sést á þessu myndbandi er fegurðin engri lík hérlendis.