50 leiðir til að brenna hitaeiningum

Ágústa Johnson.
Ágústa Johnson.

„Margsannað er að aukin dagleg hreyfing eykur lífslíkur og lífsgæði, bætir andlega og líkamlega heilsu, hressir og kætir. Þrátt fyrir það segja kannanir að við hreyfum okkur ekki nægilega mikið.

Hér eru 50 skemmtilegar hugmyndir til að auka reglulega hreyfingu sem stuðlar að bættri heilsu, aukinni orku og meiri hitaeiningabrennslu,“ segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar í sínum nýjasta pistli:

1. Notaðu stiga í stað lyftu

2. Gerðu teygjuæfingar í 10-15 mínútur þá daga sem þú ferð ekki í ræktina

3. Gættu þess að hvílast vel svo þú hafir næga orku til að reyna enn meira á þig við æfingar

4. Lyftu þyngri lóðum

5. Gerðu 30 armbeygjur á undan öllum máltíðum sem þú neytir heima hjá þér

6. Prófaðu Zumba tíma

7. Taktu nokkur auka skref daglega, notaðu skrefamæli

8. Hafðu standandi fundi, eða fundi á göngu

9. Dansaðu eins og enginn sé að horfa meðan á sjónvarpsauglýsingum stendur

10. Skiptu um æfingafélaga, það hvetur þig til að taka betur á

11. Ef þú situr við tölvu allan daginn, stattu upp á hverri klukkustund og gakktu í 3-5 mínútur

12. Hjólaðu til og frá vinnu hvenær sem þú getur

13. Sippaðu í 10 mínútur daglega

14. Ekki nota bílalúgur, stattu upp og gakktu inn

15. Gerðu fleiri æfingar sem þú notar marga vöðva í einu, t.d. froskahopp, armbeygjur o.þ.h.

16. Byggðu upp meiri vöðvamassa

17. Stundaðu íþrótt 1x í viku

18. Skokkaðu 10 mín á dag.

19. Bættu 1 auka æfingu við á viku

20. Bættu við meiri ákefð við æfingarnar þínar jafnt og þétt svo þær verði stöðugt meira krefjandi

21. Hlustaðu á hraða, kraftmikla tónlist þegar þú æfir, það hvetur þig til að reyna meira á þig

22. Spilaðu á trommur

23. Réttu betur úr þér

24. Bættu við halla á hlaupabrettinu þegar þú gengur eða skokkar

25. Stundaðu garðvinnu

26. Gakktu um þegar þú talar í símann

27. Gakktu upp rúllustiga

28. Hoppaðu á trampolíni

29. Haltu á golfsettinu þínu í stað þess að nota kerru

30. Gerðu kálfalyftur þegar þú burstar tennurnar

31. Hjólaðu upp brekkur

32. Prófaðu róðrarvél, 10 mín í senn

33. Taktu 100m sprett, 10 Burpees og gakktu 100m. Endurtaktu 5-10x 

34. Þrífðu bílinn þinn

35. Stundaðu gönguskíði

36. Þrífðu heima hjá þér og færðu til húsgögn

37. Dansaðu og dillaðu þér við hvert tækifæri

38. Sittu á æfingabolta í klukkustund á dag

39. Lærðu að nota hjólabretti

40. Farðu út að ganga/skokka með hundinn þinn eða hund nágrannans

41. Vertu þér út um upphífingastöng til að nota daglega heima hjá þér

42. Notaðu litla innkaupakörfu sem þú heldur á í stað þeirra sem þú ýtir á undan þér

43. Gakktu í næstu matvöruverslun í stað þess að aka

44. Gakktu á fjöll

45. Lærðu að spila körfubolta

46. Sláðu blettinn með handknúinni sláttuvél

47. Prófaðu Hot Yoga

48. Farðu í spinning tíma

49. Syntu 50 ferðir

50. Hlauptu upp stiga í stað þess að ganga

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda