Tíu skotheld heilsuráð frá Þorbjörgu

Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum.

Íslenski nærinarþerapistinn og rithöfundurinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði nýverið fróðlegan pistil á heimasíðu Mind Body Green og fjallaði þar um sín uppáhalds heilsuráð.

Þorbjörg mælir með að það fólk sem vill huga að heilsunni fylgi þessum tíu ráðum eftir bestu getu til að öðlast betri meltingu, aukna orku, betri svefn og ljómandi húð, hver vill ekki allt þetta?

  1. Forðastu viðbættan sykur. Þetta er besta ráð sem ég get gefið! Ef þú borðar of mikinn sykur þá munt þú eldast á ofurhraða. Margir vita ekki að ég var háð sykri, ég var alltaf þreytt, löt, þrútin og þjáðist af exemi. Svo langaði mig alltaf í sætindi, brauð og morgunkorn.

  2. Þegar (og ef) þú borðar brauð, veldu þá heilhveitibrauð. Líkaminn ræður ekki við hvíta hveitið. Og ef glútein hentar þér ekki, lestu þá vandlega utan á umbúðir og leitastu eftir að kaupa glúteinlaust heilhveitibrauð.

  3. Ekki forðast fitu, veldu réttu fituna. Holl fita hefur góð áhrif á líkamann og stuðlar að grönnum líkamsvexti. Margir kenna fitunni um offitu og hjartasjúkdóma en það er ekki fitan sem veldur þessum sjúkdómum, það er hvítur sykur, hvítt hveiti og pasta.

  4. Fáðu próteinið úr lífrænum eggjum, fisk, plöntum og dýrum sem hafa alist á grasi. Ef þér finnst þú vera orkulaus og finnur fyrir mikilli þreytu þá gæti verið að þig vanti meira prótein. Fáðu próteinið úr gæðavörum.

  5. Gæddu þér á hnetum, möndlum og fræjum á hverjum degi. Þetta er gott snakk sem er stútfullt af næringarefnum. Svo eru þetta frábært meðlæti með stærri máltíðum.

  6. Ýttu undir fegurðina með því að borða nokkra bolla af lífrænu grænmeti, ávöxtum og berjum á hverjum degi. Þrátt fyrir að næringarfræðingar séu ekki alltaf á sama máli þá virðast flestir vera sammála um að flestir mættu borða meira af grænmeti. Reyndu að borða allan regnbogann. Þessi matur er ekki aðeins litríkur og fallegur heldur hefur hann einkar jákvæð áhrif á líkamann.

  7. Drekktu um einn og hálfan lítra af vatni á dag ásamt hreinum grænmetissafa og grænu tei á dag. Mannslíkaminn er gerður úr 70% vatni og vatnsdrykkja er okkur nauðsynleg. Ef þú drekkur ekki nóg vatn þá missir þú orku og einbeitingu og húðin verður þurr. Grænt te er næringarríkt og gefur aukna orku og dregur úr uppþembu. Og ef þú getur ekki lifað án kaffis og áfengis, sjáðu þá til þess að þú kaupir aðeins gæðavöru og neytir hennar í hófi.

  8. Borðaðu reglulega og aldrei sleppa morgunmat. Það eru þrjár meginástæður fyrir því að fólk sleppir því að borða. 1) Það hefur ekki tíma, 2) það heldur að það grennist og 3) það hefur fengið rangar upplýsingar um að það sé hollt. Það að sleppa máltíð sparar okkur ekki tíma, það gerir okkur bara þreytt og ringluð. Það að borða ekki hægir svo á meltingunni og ýtir í raun bara undir þyngdaraukningu.

  9. Raðaðu rétt á matardiskinn. Grænmeti ætti að vera á um 40% af disknum þínum, holl fita ætti að vera á um 30% af disknum og hollt prótein ætti að þekja hin 30% af matardisknum.

  10. Taktu fjölvítamín á hverjum degi, jafnvel þó þú borðir rétt. Flest okkar fara í gegnum daginn á miklum hraða umkringd mengun og öðru sem hefur truflandi áhrif á líkamsstarfsemi okkar. Hafðu í huga að það grænmeti sem við borðum nú til dags kemur þá oft úr næringarsnauðum jarðvegi og þetta hefur áhrif á næringargildi matarins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda