Það er hægt að koma öllum í form

Evert Víglundsson þjálfari í Biggest Loser Ísland.
Evert Víglundsson þjálfari í Biggest Loser Ísland.

Evert Víglundsson þjálfar keppendur í sjónvarpsþættinum Biggest Loser Ísland ásamt Guðríði Erlu Torfadóttur. Nú er búið að taka upp seríu tvö af þættinum og hefjast sýningar á SkjáEinum í janúar.

Þegar ég hafði samband við Evert sagði hann að þáttaröð tvö hefði gengið mjög vel og hópurinn hafi verið fjölbreyttur og skemmtilegur.

„Það var mikið af góðu fólki sem tók þátt sem hefur frá mörgu að segja.“

Þegar Evert er spurður að því hvort það hafi gengið mikið á í þáttaröð tvö mælir hann með því að fólk fylgist bara með þáttunum.

„Já, það hefur ýmislegt gengið á, segi ekki meira en hvet alla til að fylgjast með þáttunum. Þetta kemur allt í ljós þar. “

Hvað ertu búin að læra af þessari þáttaröð 2?

„Ég hef lært að með vilja og vinnu geta allir fengið að upplifa drauma sína.“

Tökum á seríu tvö af Biggest Loser Ísland lauk í síðustu viku. Þegar Evert er spurður að því hvað hann hafi gert til að endurnæra sig eftir tökurnar segist hann ekki hafa gert neitt sérstakt.

„Að snúa aftur til daglegs lífs þar sem ég á góða vini og fjölskyldu er mér næg endurnæring."

Er hægt að koma öllum í form? „Já, öllum sem vilja það og eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að koma sér þangað." 

Er ekkert erfitt að vera hreinskilin við fólk án þess að særa það?

„Það er ekki erfitt að vera hreinskilinn þegar góður grundvöllur er fyrir gagnrýni og markmiðið með henni er að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum.“

Evert Víglundsson og Guðríður Erla Torfadóttir þjálfara í Biggest Loser …
Evert Víglundsson og Guðríður Erla Torfadóttir þjálfara í Biggest Loser Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál