Dreymir um að verða 75 kg

Guðrún Ósk Leifsdóttir er 140 kg.
Guðrún Ósk Leifsdóttir er 140 kg.

Guðrún Ósk Leifsdóttir er einn af keppendunum í annarri seríu af Biggest Loser Ísland. Hún er 20 ára og starfar þessa stundina á elliheimili. Hún er 140 kg.

Hefur þú alltaf verið svona þung? Já, frekar þybbin.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já, því miður þá eru mjög miklir fordómar gagnvart þyngd hér á landi. Ég finn fyrir þeim talsvert.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Að tala um fortíðina og af hverju maður er kominn í þessa stöðu, hvað það var sem gerðist.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Að fá hjálp og koma sér af stað, með réttu hjálpinni gerist það. Líka þarf að setja sér markmið og spyrja sig hvar maður vilji vera eftir x langan tíma, hversu þung/þungur? Hugarfarið verður líka að vera til staðar.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Nei og já, maður er náttúrlega alltaf að pæla í því hvað maður getur gert vegna þyngdar, t.d. hvort maður passi í sætið í flugvélinni. Maður getur nefnilega ekki gert allt vegna þyngdar.

Hvað myndir þú vilja vera þung? 75 kg. Þá mundi ég vera mjög hamingjusöm.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Að vera lifandi, geta hreyft mig og tekið þátt í lífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda