Þingkona sýnir á sér geirvörtuna

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Golli

Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar tekur þátt í átakinu að frelsa geirvörtuna. Hún birti mynd af sinni eigin geirvörtu á Twitter og segir að þetta sé bara til að gefa börnum að borða. 

En um hvað snýst átakið? Jú, há­skóla- og fram­halds­skóla­nem­ar ætla að frelsa geir­vört­una á morg­un en mik­il umræða hef­ur skap­ast á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter eft­ir að nemi í Versl­un­ar­skóla Íslands birti mynd af sér sem sýndi brjóst henn­ar. Dag­inn eft­ir gagn­rýndu tveir ung­lings­strák­ar hana fyr­ir að hafa sett mynd­ina af sér á netið og þá fór bolt­inn að rúlla.

Femín­ista­fé­lag Versl­un­ar­skól­ans ákvað að halda #FreeT­heNipple dag, þar sem kon­ur í skól­an­um eru hvatt­ar til að mæta í skól­ann án brjósta­hald­ara. Heiti bylt­ing­ar­inn­ar er sótt til myllu­merk­is­ins #FreeT­heNipple á Twitter sem hef­ur vakið mikla at­hygli net­verja um heim all­an.

Björt tók að sjálfsögðu þátt í þessari baráttu og lét feðraveldið heyra það. 

„Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ sagði hún á Twitter. 


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda