Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar tekur þátt í átakinu að frelsa geirvörtuna. Hún birti mynd af sinni eigin geirvörtu á Twitter og segir að þetta sé bara til að gefa börnum að borða.
En um hvað snýst átakið? Jú, háskóla- og framhaldsskólanemar ætla að frelsa geirvörtuna á morgun en mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að nemi í Verslunarskóla Íslands birti mynd af sér sem sýndi brjóst hennar. Daginn eftir gagnrýndu tveir unglingsstrákar hana fyrir að hafa sett myndina af sér á netið og þá fór boltinn að rúlla.
Femínistafélag Verslunarskólans ákvað að halda #FreeTheNipple dag, þar sem konur í skólanum eru hvattar til að mæta í skólann án brjóstahaldara. Heiti byltingarinnar er sótt til myllumerkisins #FreeTheNipple á Twitter sem hefur vakið mikla athygli netverja um heim allan.
Björt tók að sjálfsögðu þátt í þessari baráttu og lét feðraveldið heyra það.
„Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ sagði hún á Twitter.
Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur. #FreeTheNipple pic.twitter.com/4HmYzJO08k
— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) March 25, 2015