45 mínútna blundur og minnið fimmfaldast

Leggðu þig í þrjú korter fyrri próf og fáðu hærri …
Leggðu þig í þrjú korter fyrri próf og fáðu hærri einkunnir. Jim Smart

Stuttur blundur í aðeins 45 mínútur getur gert það að verkum að minnið verður fimmfalt betra. 

Ef þú leggur þig í stutta stund nær heilinn að melta, eða vinna betur, úr þeim upplýsingum sem hann hefur numið en skemmtileg rannsókn sýndi fram á að niðurstöðurnar eru nokkuð áberandi. 

Í skýrslu frá Neurobiology of Learning & Memory kemur fram að vísindamenn við Saarland-háskólann í Þýskalandi fundu út að heilinn vinnur mun betur úr upplýsingum ef fólk leggur sig í stutta stund.

Í rannsókninni var hópur sjálfboðaliða fenginn til að hlusta á 90 orð og 120 orðasamstæður sem erfitt var að setja í samhengi, orð eins og til að mynda „leigubíll mjólk“.

Að þessu loknu fór helmingur þátttakenda og lagði sig í 45 mínútur meðan hinn helmingurinn horfði á DVD. 

Að blundi loknum mundi hópurinn sem lagði sig talsvert fleiri orðasamsetningar en sá sem horfði á myndina. 

Betri eftir blundinn

Axel Mecklinger, prófessor við háskólann, sagði að minni þeirra sem lögðu sig hefði hins vegar verið jafngott fyrir og eftir blundinn. Með öðrum orðum; blundurinn gerði að verkum að eiginleikinn að muna hélst stöðugur.

„Svo þetta sé hárrétt þá batnaði ekki minni þeirra sem lögðu sig heldur var það jafngott fyrir og eftir blund. 

Axel Mecklinger vill meina að blundurinn bæti minnið.
Axel Mecklinger vill meina að blundurinn bæti minnið. de.academic.ru
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál