Sigrúnu Lóu Sigurgeirsdóttur er farið að kvíða fyrir því að heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar ljúki.
„Ég er búin að vera eins og ungi í hreiðri, umvafin hlýju og stuðningi en nú er komið að því að fljúga úr hreiðrinu og takast á við raunveruleikann, ein, með fleyga vængi og með fullt af stuðningi frá ykkur sem hafið fylgst með mér berjast í hreiðrinu,“ segir Sigrún Lóa í sínum nýjasta pistli.
„Þessar síðustu 10 vikur hafa verið allt of fljótar að líða. Ég er búin að eignast margar vinkonur bæði í hópnum okkar og í ræktinni. Breyttur lífstíll er orðinn minn stíll og ég get ekki hugsað mér að líta til baka. Sakna einskis. Það er svo gaman þegar vel gengur og þegar maður fær allan þann stuðning sem maður þarf svo á að halda því það getur verið snúið, erfitt, tekið á taugarnar og jafnvel mikil barátta við manns innra sjálf að snúa lífi sínu við og feta betri veg. Hversu oft þessar 10 vikur hef ég ekki átt í rökræðum við púkann og engilinn á öxlum mér. Ég er svo glöð að hafa tekist þetta með hjálp allra hjá Hreyfingu, frá Önnu Eiríks sem veit alveg hvað hún segir og starfsfólkinu hennar frá henni Mörtu minni sem er alltaf kát og glöð og tilbúin að gera þetta allt svo skemmtilegt og gefandi með okkur með ýmsum frábærum uppákomum, frá Heilsu hf. sem hefur kennt mér að góð vítamín skipta öllu máli og að fá góða ráðleggingu varðandi inntöku þeirra skiptir gríðarlega miklu máli og þar eru bara sérfræðingar sem kunna til verka.“
Sigrún Lóa segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún taki vítamínin sín.
„Hversu oft hafið þið ekki séð auglýsingar í blöðunum um að þetta og hitt fæðubótaefnið geri ykkur svo gott og þið rjúkið út í búð og byrjið að taka þetta inn og hvað gerist svo? Þetta liggur ónotað inni í skáp. Já, svona var ég þar til ég fékk að kynnast vítamínum og bætiefnum frá Solaray og kynningu á hvað hentar mér. Nú get ég ekki án þeirra verið þökk sé Ingu næringarþerapista í Heilsuhúsinu. Nú svo má ekki gleyma Air.is og Speedo sem sáu um að við stelpurnar gætum litið vel út í ræktinni og í sundinu og Bláa Lónið fyrir yndislegt dekur sem kenndi mér að njóta þess að slappa af og eiga tíma fyrir mig það er öllum konum nauðsynlegt að taka frá tíma fyrir sig sjálfar og gleyma amstri dagsins eitt augnablik.“
Sigrún Lóa er búin að léttast heilmikið en það sem skiptir mestu máli er að sjálfstraustið hefur aukist og hún er miklu orkumeiri en áður.
„Nú fer ég inn í daginn full af sjálfstrausti, líður óstjórnlega vel, full af orku. Ég fann svo sannarlega fyrir mun á orkunni í tíma um helgina í ræktinni. Allt í einu áttaði ég mig á því að styrkur minn, úthald, liðleiki og lífgleðin voru í hámarki ég fann að á þessum 10 vikum hefur líkami minn tekið stakkaskiptum. Úr þessum þreytta, auma og stirða líkama í mjúkan og liðugan kropp sem er stöðugt að taka breytingum og auka úthald. Svo eru það líka þessir litlu hlutir sem gleðja mann svo mikið. Hver kannast ekki við sem hefur náð að létta sig þessa tilfinningu þegar lærin hætta að nuddast saman, þegar auðvelt er að reima skóna fyrir börnin, þegar fötin verða þægileg og húðin geislar og síðast en ekki síst að sturtuklefinn heima við er allt í einu orðinn miklu stærri! Já, það eru þessi augnablik sem gera þetta allt erfiðisins viði.“