Sykurlaus september - boð á hádegisfund

Gunnar Már Sigfússon og Guðrún Bergmann verða með erindi á …
Gunnar Már Sigfússon og Guðrún Bergmann verða með erindi á hádegisfundi Smartlands Mörtu Maríu.

Sykur er eitt af umdeildustu næringarefnum nútímans. September verður sykurlaus á Smartlandi Mörtu Maríu og boðið upp á fróðleik og reynslusögur af sykurleysi. Til að koma lesendum í gírinn býður Smartland Mörtu Maríu upp á hádegisfund í Tjarnarbíói föstudaginn 4. september klukkan 12.00.

Fyrirlesarar eru Guðrún Bergmann frumkvöðull í sjálfshjálparvinnu og pistlahöfundur á Smartlandi Mörtu Maríu og Gunnar Mar Sigfússon einkaþjálfari. Bæði hafa þau viðamikla reynslu af sykurleysi og hafa gefið út metsölubækur þar sem sykurleysi kemur við sögu.

Guðrún Bergmann: Candida sveppasýking – bein afleiðing sykurfíknar
Gunnar Már Sigfússon: Hættu að borða sykur og alla vini hans

HÉR getur þú skráð þig. Athugið að færri komast að en vilja. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/_dqKmOLpofo" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda