Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur hefur stúderað sykurneyslu töluvert. Ég bað hana um að skrifa pistil fyrir Smartland Mörtu Maríu í tilefni af Sykurlausum september á vefnum:
Ég segi iðulega við mína skjólstæðinga að það henti helmingi mannkynsins að við konur göngum um án kolvetna og í heilaþoku, hormónaójafnvægi og með orkuna í lágmarki jafnvel stundum með enga orku. Þá erum við ekki að þrasa eins mikið!
Algengust mistökin eru þau að rugla saman sykri og sykri eða einföldum og flóknum kolvetnum.
Einföld kolvetni eins og unnin sykur (hvítur sykur) eru eitur í mannanna beinum, þau eru helstu orsök lífsstílssjúkdóma ásamt hreyfingaleysi sem og neikvæðum hugsunum. Iðulega eykur lyfjaneysla þegar fram í sækir á fjölda sjúkdóma sem fólk glímir við þótt upphaflega hafi sykur, sælgæti og gos, kökur og áfengi komið af stað ójafnvægi í framleiðslu insúlíns og þannig orsakað gigtarverki, hjarta og æðasjúkdóma, þunglyndi og fjölda annarra sjúkdóma sem rekja má til sykurneyslu.
Flókin kolvetni eru hinsvegar grófmeti, grænmeti, trefjar og annar sá sykur er endist lengur í blóðinu og kallar ekki fram eins mikla insúlínframleiðslu.
Að vera án kolvetna er lífshættulegt, fitandi og þunglyndishvetjandi.
Því er sykurleysi gott svo lengi sem fólk þekkir lífeðlisfræðilega muninn á efnaskiptum frá einföldum og flóknum kolvetnum.
Best er að borða flókin kolvetni minnst þrisvar sinnum á dag til þess að halda efnaskipunum í lagi, orkunni uppi og hreyfigetu. Einnig þarf kolvetni til þess að létta sig og halda sér alveg í burtu frá þeim skaðvaldi sem hvað mest herjar á fólk í dag í formi offitu og annarra lífsstílstengdra sjúkdóma. Sykur er vanabindandi, þunglyndishvetjandi og eykur líkurnar á vanstarfsemi í ristli og lifur.
Fylgstu með Sykurlausum september á Smartlandi Mörtu Maríu. Á föstudaginn kemur verða Guðrún Bergmann og Gunnar Már Sigfússon með hádegisfund í Tjarnarbíói. Þú getur skráð þig HÉR.