Hjálpar fólki að hætta „að detta í það“

Þorbjörg Hafsteinsdóttir ljómar af fegurð.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir ljómar af fegurð.
Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir er dugleg að hjálpa þjóðinni að ná tökum á mataræði sínu. Hún hefur skrifað bækur um betra líferni og haldið fjölmörg námskeið þar sem hún hjálpar fólki að ná tökum á ósiðum sínum. Þegar sykur er annars vegar er Þorbjörg á heimavelli. Við gefum henni orðið:

Ég held að það sé okkur manneskjum í blóð borið að tengja sætubragðið við hlýju og öryggi. Móðurmjólkin er frekar sæt á bragðið sem er skynsamleg og lífsnauðsynleg hönnun til að tryggja afkomu lífs. Hugsið ykkur ef, móðurmjólkin væri römm, súr eða jafnvel bitur á bragðið. Það hefði sennilega farið illa fyrir homo sapies ef svo hefði verið. En sæta bragðið fer vel í alla og ef „gjöfin“ fer fram rólegum og tryggum og kærleiksríkum kringumstæðum við hlýju og rólegan hjartaslátt móður, þá gefur auga leið, að við tengjum bragð og tilfinningu. Og við viljum meira! Af þessu sem framkallar þessa vellíðan.
Ef foreldrar sjá ekki að sér og halda áfram að bjóða barninu mat og drykki með yfirgnæfandi áherslu á sæta bragðið til dæmis úr ávöxtum, þurrkuðum ávöxtum, rótargrænmeti og sykurbættum grautum, þá er hætta á, að við séum ómeðvitað að móta mynstur sem býr til litla fíkla sem neita að borða nokkurn mat sem ekki er meira eða minnna sætt. Ef þetta mynstur fer alla leið inní táningaaldurinn þá er erfitt sem foreldri að hafa lengur nokkra stjórn á neyslu unglingana. Og kannski taka foreldrar virkan þátt. Við þekkjum öll sælgætisskálina sem kemur á borðið bæði föstudaga og laugardaga og allir eru samtaka í að nú er kósý tími. Öll fjölskyldan, svo að segja, komin á brjóstið.

Það eru auðvitað líkamlegir þættir í sykurfíkn sem tengjast heila, boðefnum og hormónum. Og þættir sem tengjast mataræðinu sjálfu og samspilið við blóðsykur og orkuframleiðslu. Afleiðingar af ójafnvægi á öllum (víg)stöðum geta verið mis alvarlegar en engin vafi liggur á því og allir eru sammála um, að það getur farið illa. Þreyta og orkuleysi, óróleiki og athyglisleysi sem truflar vinnu og ástundun í skóla og á vinnustað. Líkamleg einkenni eins og t.d. bóglur og myndun á óæskilegri líkamsfitu kringum miðjuna á börnum, unglingum og á fullorðnum. En ekki allir sem eru sólgnir í sykur eru feitir, það eru margir sem fá mestan hluta af kalóríum úr viðbættum sykri og sælgjæti og gosi sem eru grannir eða „grannfeitir“.

Fyrsta skrefið í að sleppa sykri er að sleppa honum! Alla vega í huganum að taka ákvörðunina. Mín reynsla er sú, að flestir sem þurfa virkilega að taka þessa ákvörðun eru smá fastir í eigin fullyrðingu þess efnis, hve erfitt eða jafnvel ómögulegt það sé og verði að hætta sykrinum og leggja þar af leiðandi ekki í 'ann.
Ég hef fullan skilning á því, enda hef ég sjálf verið á þeim stað fyrir mörgum árum síðan. Þessu þarf að vinna í og breyta.
Annað skref er að borða reglulega og byrja daginn á máltið sem inniheldur bæði prótein og góða og holla fitu. Að vinna í að verða sykurlaus er ferðalag sem ekki bara fjallar um góðan vilja, þó að vissulega sé sá styrkur ómetanlegur. Það þarf líka að taka tillit til og virða hverning líkaminn er hannaður og vinna með honum í átt að jafnvægi og orku.

Ég sé það aftur og aftur hjá mínum nemendum á námskeiðunum mínum, hvað þetta í raun reynist þeim auðvelt miðað við fullyrðingar um það gangnstæða og sem þau komu með á námskeiðið. Ég er vitni af fjölda kraftaverkum!

Sykurlaus lífsstíll er ekki það sama og aldrei meiri sykur. Fyrir suma vissulega jú. En langflestir fá stjórn og eru færir um að njóta í hófi án þess „að detta í það“. Ávextir, ber, dökkt 85% súkkulaði, glútenlausar kökur sætaðar með þurrkuðum ávöxtum, súkkulaði, velvöldum sætuefnum eins og til dæmis pálmasykri eða náttúrulegum sætefnum. Þetta er algjörlega hægt en ekki fyrr en við erum komin í líkamlegt og andlegt jafnvægi og hausinn hættur að bulla! Dökkt súkkulaði þarf að vera að minnsta kosti 85% og það er alltaf smá sykur í því og kannski er það líka allt í lagi því fitan í súkkulaðinu gerir að þig langar ekki nema í smá bita og þú ert sátt(ur). En það er líka til súkkulaði sætað með til dæmis maltitoli eða steviu eða öðrum náttúrulegum sætuefnum sem hentar sumum öðrum ekki. Það er hægt að vera sykurlaus alltaf ef maður vill og þarf. Þú þarft í raun ekki neinn sykur til að likaminn virki eins og hann á að gera. En það er óneitanlega gott að fá hann stundum. Og það er óneitanlega cool sjálfur að ákveða hvenær, hverning og hvað og vera laus við að lifa undir harðræði og duttlingum óstjórnlegrar löngunar eða fíknar.
Þorbjörg er reglulega með spennandi námskeið. HÉR er eitt slíkt sem gæti breytt lífi þínu.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum. mbl.is/Salka
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda