Erla Björk Hjartardóttir massaði Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Hún léttist alls um 13,4 kg á tólf vikum og fituprósentan minnkaði um 8,9%. Auk þess losaði Erla Björk sig við 70 cm meðan á lífsstílsbreytingunni stóð.
Lilja Ingvadóttir, einkaþjálfari í Sporthúsinu, þjálfaði stelpurnar í lífsstílsbreytingunni og eins og sjá má á myndunum náði Erla Björk hámarksárangri.
Áður en lagt var af stað í þetta 12 vikna ferðalag var markmið Erlu Bjarkar að losa sig við 10 kg. Hún fór langt yfir þau markmið eins og tölurnar sýna. Erla Björk vildi ná jafnvægi í hreyfingu og mataræði og eins og sjá má gekk það eins og í sögu.
„Erla Björk er farin að borða reglulega yfir daginn og mun oftar en hún gerði. Oft er það vandamál hjá fólki hvað líður langur tími á milli máltíða. Auk þess hefur hún vanið sig á að mæta í ræktina daglega,“ segir Lilja Ingvadóttir.
Lilja segir að það hafi verið gaman að vinna með Erlu Björk því hún sé alveg grjóthörð.
„Hún er þessi týpa sem fer „all-in“ og hættir, en hefur haldið mjög góðum dampi allar þessar vikur og heldur áfram. Enda var hennar aðalmarkmið að gera þetta að lífsstíl. Heilbrigð sál í hraustum líkama voru hennar orð,“ segir Lilja.