Margir segjast ekki hafa ráð á því að borða hollan og góðan mat, enda sé hann bara svo skelfilega dýr. Það þarf þó ekki að vera kostnaðarsamt að borða fjölbreytta og holla fæðu ef maður hugsar aðeins út fyrir kassann.
Niðursoðinn lax
Lax hefur að geyma bráðhollar Omega 3-fitusýrur sem meðal annars eru nauðsynlegar fyrir hjartað og heilann.
Hafrar
Hafragrauturinn stendur alltaf fyrir sínu, enda ódýr, hollur og góður. Síðan má leika sér endalaust með hann.
Tofu
Tofu er jafnan afar ódýrt, en það inniheldur mikið af próteinum, kalki og kalíum.
Sveppir
Sveppir eru hollir, og afar ljúffengir. Þeir innihalda auk þess fullt af góðgæti líkt og andoxunarefni og D-vítamín.
Perur
Ein meðalstór pera inniheldur um það bil 100 hitaeiningar, sex grömm af trefjum og fullt af C-vítamíni.
Niðursoðnir tómatar
Þegar kemur að grænmeti og ávöxtum er þumalputtareglan sú að því ferskar, því betra. Þetta á þó ekki við um tómata, en líkaminn á auðveldara með að vinna lycopene úr þeim þegar búið er að elda þá.
Egg
Egg innihalda mikið prótein, auk þess sem í rauðunni er að finna lutein og zeaxanthin sem eru holl fyrir augun.
Frekari upplýsingar um ódýrar, en sérlega hollar, fæðutegundir má finna á vef Prevention.