Heilsudrottningin Þorbjörg Hafsteinsdóttir er lesendum Smartlands Mörtu Maríu vel kunn. Á sokkabandsárum vefsins fórum við saman í skemmtilegt heilsuferðalag með Þorbjörgu þar sem hún leiddi fimm konur saman með eitt markmið og það var að fá betri heilsu. Þorbjörg er alltaf nokkrum skrefum á undan sinni samtíð og óhrædd við að taka áhættur til að prófa sig áfram á sínu sviði en hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og næringarþerapisti. Á dögunum fór hún í ferðalag til Marokkó sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að á ferðalaginu drakk Þorbjörg vatn úr krananum í stað þess að kaupa sér vatn á plastflöskum. Ég bara varð að spyrja hana út í þetta og fleira tengt heilsunni.
Þorbjörg byrjar á að segja mér frá því að hún hafi farið til Marokkó ásamt dóttur sinni. Þær hafi bara verið að slæpast og heimsótt staði eins Marrakech og Essaouira. Þorbjörg er kunn þessum slóðum því hún bjó í Marokkó í nokkra mánuði fyrir mörgum mörgum árum síðan og þekkir landið því þokkalega.
„Þetta var ótrúlega gaman og spennandi og við vorum aðallega að labba og skoða og borða góðan mat. Við erum ekki fyrir að fylgja ferðamannastöðum en finnum litla staði þar sem bara heimamenn koma. Þar er maturinn oftast bestur. Margir eru hræddir við sýkingar og magakveisur og þess vegna eru svo til allir túristar með keypt vatn í alræmdu plastflöskunum sem ég persónulega heyji stríð á móti. Við mæðgur tókum okkar eign eiturlausu vatnsflöskur með okkur og fylltum af vatni úr krananum! Þannig losuðum við heiminn við mengun frá 45stk 1L plastflöskum! Það er ekkert að vatninu í Marokkó eða víðast hvar annars staðar í heiminum en að sjálfsögðu geta verið aðrar bakteríur en við erum vön alls staðar,“ segir Þorbjörg.
Hún bætir því við að það sem skipti mjög miklu máli á ferðalögum og í rauninni í lífinu sjálfu og það er að hlúa vel að meltingarflórunni og þörmunum.
„Ég hef alltaf verið mjög vakandi fyrir þessu. Flóran okkar er svo ótrúlega mikilvæg og stjórnar og hefur áhrif á svo að segja alla starfsemi í líkamanum. Ég hef alltaf tekið inn mjólkursýrugerla og hef prófað ótal margar tegundir frá mismundandi framleiðendum. Ég tel mig fyrst núna hafa fundið það sem ég hef verið að leita að. Síðustu mánuðina hef ég tekið PROBI MAGE LP299V og ég hef aldrei áður fundið eins mikinn mun eins og á þessum. Það kom svo skýrt í ljós í Marokkóferðinni þar sem við mæðgur drukkum 3 L af kranavatni daglega, borðuðum á alls konar lókal stöðum þar sem þrifnaðurinn var ekki tipp toppi og þar að auki borðuðum daglega brauð með glúteni sem við annars látum ekki inn fyrir okkar varir og því átti ég allt eins von að finna svolítið fyrir því, en ekki aldeilis, sem er í raun magnað! Við tókum PROBI MAGE LP299V þrisvar á dag og fundum aldrei fyrir hvorki magaverk, ógleði, uppþembu eða túristamaga! Engin spurning að þessir gerlar gera sitt enda eru þeir komnir til að vera og með í mínum daglegu rútínum áfram og það sem eftir er. Ég þarf bara 1-2 stk á dag en sem sagt þegar ég er að ferðast tek ég fleiri. Ef maður vill vellíðan þá skiptir metlingin svo miklu máli ekki satt. Eitt af því allra mikilvægasta sem hægt er að gera og sem ekki kostar nein ósköp er að taka gerla á hverjum einasta degi. Ekki bara stundum, en á hverjum degi! Ég tek PROBI MAGE LP299V,” segir Þorbjörg.
Þorbjörg tók ekki bara með sér meltingargerla til Marokkó heldur hreina og lífræna drykki sem heita GingerLove og DetoxLove sem þær hrærðu út í kalt vatn.
„Ég er búin að drekka GingerLove og DetoxLove heita í allan vetur en GingerLove og DetoxLove eru líka æðislegir kaldir. Þeir eru sykurlausir, glútenlausir, raw og vegan og lífrænir og öll innihaldsefni þannig með súpervirkni sem styðja við líkamann. Að drekka þá er frábær leið til að njóta læknandi og styrkjandi eiginleika túrmeriks og engifers. Ég er nú ekki frá því að þetta verði „trendinn“ í sumar! Þeir eru bara þannig! Drykkirnir eru í senn vatnslosandi, draga úr nartþörf og jafna blóðsykur. Þeir innihalda i trefjar sem er svo gott fyrir meltinguna og jafnar blóðsykur. DetoxLove er líka í uppáhaldi hjá mínu fólki sem er að detoxa því Turmerikið góða inniheldur andoxunarefni með hreinsandi áhrif og matarsódinn afsýrir líkamann. Þannig að ég spyr nú bara hvernig getur eitthvað sem svona fáránlega gott verið svona fallegt og gott líka! Ekkert samviskubit - bara góð næring! Þetta eru drykkir sem er tilvalið að taka með sér í vinnuna eða í ferðalagið. Og drekka í staðinn fyrir allt þetta kaffi! Auðvitað er allt í góðu lagi að drekka einn góðan bolla af kaffi á dag en hvernig væri að prófa að fá sér einn heitan GingerLove síðdegis,” segir hún.
Þorbjörg hefur mikið rætt um sykurneyslu í bókum sínum og á námskeiðum. Hún segir að sú visa sé aldrei of oft kveðin að fólk þurfi að minnka sykurneyslu sína. Síðustu 25 ár hefur Þorbjörg verið meira og minna sykurlaus og segir að það sé miklu auðveldara en fólk heldur.
„Ég sé að umræðan um sykur er komin aftur og ég býð hana velkomna. Sú vísa er aldrei of oft kveðin. Ég er búin að vera að kveða þá vísu síðustu 25 ár að sykurinn geti verið hættulegur í óhófi. Ég hef sjálf verið sykurlaus að mestu í 25 ár en málið er að okkur er alveg óhætt að borða smá sykur en spurningin er hvað er smá? Og í hvaða formi? Það er ekki nokkur vafi á því að það gefur ótrúlega mikið að vera í meðvitaðri sykur neyslu; bara orkan og einbeitingin eykst svo að segja undireins. Í vetur var ég með níu 4 vikna uppseld námskeið á Gló í Fákafeni. Markmiðið var sykurlaus og kolvetnissnauður lífsstíll. 400 manns voru sammála um, að það er miklu auðveldara að stoppa með sykurinn og allt það sem tengist honum, en þau héldu. Og það er eiginlega það sem er að stoppa marga; ímyndunin um að það sé eitthvað svakalega erfitt. Nei það sem er að stoppa fólk er að taka almennilega ákvörðun um að hætta. Og það er allt annar handleggur en sem ég fer vel í á mínum námskeiðum,” segir hún.
Í næstu vikur byrjar Þorbjörg með tveggja vikna námskeið sem heitir Full af orku og sykurlaus fyrir fríið og verður námskeiðið haldið á Gló fyrir þá sem þrá að taka til í lífi sínu.