Syndsamlegir vegan-marengstoppar

Marengstopparnir eru sérlega girnilegir.
Marengstopparnir eru sérlega girnilegir. Ljósmynd / skjáskot Mæðgurnar.is

„Einstaka sinnum hellist yfir okkur mjög ákveðin tilfinning: sterk löngun í svo svakalega gómsætt sælgæti að við hreinlega roðnum við tilhugsunina. Kannist þið við tilfinninguna? Þetta sælgæti er svolítið þannig.“ Á þessum orðum hefst færsla Sollu Eiríks og dóttur hennar, Hildar Ársælsdóttur, en þær halda úti matarblogginu Mæðgurnar.

Mæðgurnar eru þekktar fyrir heilsusamlegan lífstíl, sem þýðir þó ekki að þær fúlsi við svolitlu gotterí endrum og sinnum. Á dögunum deildu þær sérlega girnilegri uppskrift að marengstoppum með lesendum sínum en topparnir eru bæði vegan og lausir við glúten.

Botnarnir

vökvinn úr 1 krukku af lífrænum kjúklingabaunum (aquafaba)

1/3 tsk. cream of tartar

1 tsk. lakkrísduft eða vanilluduft

3 msk. lífrænn hrásykur, malaður í kryddkvörn 

  1. Setjið vökvann úr kjúklingabaunakrukkunni í hrærivél ásamt cream of tartar, lakkrísdufti/vanilludufti og þeytið á hæsta hraða í 10–15 mín.
  2. Bætið möluðum hrásykrinum út í, 1 tsk. í einu og látið þeytast áfram á hæsta hraða í 5 mín. í viðbót.
  3. Hitið ofninn í 100°C.
  4. Látið bökunarpappír á ofnplötu.
  5. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið litlum kökum á bökunarpappírinn, passið að hafa bil á milli þar sem þær stækka í ofninum.
  6. Bakið í 1 klst. og lækkið þá hitann í 90°C og klárið að baka í 3 klst.
  7. Slökkvið á ofninum og látið standa í 1–2 klst eða þar til botnarnir hafa kólnað.

Karamellan

1 dl hlynsýróp

½ dl kókosolía

½ dl hnetusmjör eða möndlusmjör

¼ tsk. sjávarsalt

Allt sett í blandara og blandað þar til alveg kekkjalaust.

Samsetningin

Fyllingin:

1 dl þurrristaðar möndlur, smátt saxaðar

2 dl karamella

nokkur hindber (eitt í hvern mola, ef vill)

Hjúpurinn:

100g lífrænt dökkt súkkulaði, fairtrade

  1. bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði
  2. hrærið karamellunni saman við möndlurnar
  3. skerið toppinn af hverri köku fyrir sig
  4. setjið 1 væna tsk. af karamellu (magnið fer eftir stærð kökunnar) og 1 hindber
  5. setjið inn í frysti í 15 mín. áður en súkkulaðið er sett ofan á
  6. setjið um 1 msk. af súkkulaði ofan á hverja köku
  7. setjið inn í frysti í smá stund áður en borið fram.
  8. Þessar kökur geymast best í frysti eða kæli

„Þegar við prófuðum að pota einu hindberi í hvern mola skaust himnasælan upp í næstu vídd,“ segja mæðgurnar, en færsluna í heild sinni má lesa hér.

Topparnir eru tilvaldir með kaffinu, eða sem eftirréttur eftir góða …
Topparnir eru tilvaldir með kaffinu, eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Ljósmynd / skjáskot mæðgurnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda