„Ég get varla lýst tilfinningunni“

Þor­björg Gísla­dótt­ir fór í fallhlífarstökk á föstudaginn. Hún skemmti sér …
Þor­björg Gísla­dótt­ir fór í fallhlífarstökk á föstudaginn. Hún skemmti sér konunglega og ætlar aftur næsta sumar.

„Vá, þetta var rosalega gaman. Geðveikt,“ sagði Þor­björg Gísla­dótt­ir, kepp­andi The Big­gest Loser Ísland, en hún fór í fallhlífarstökk á föstudaginn. Eitt af fyrstu skrefunum var að kanna í hvernig formi Þorbjörg er og auðvitað flaug hún í gegnum prófið.

„Ég og systir mín brunuðum austur fyrir fjall og mættum á flugvöllinn á Hellu rétt fyrir kl. 19:00 þar sem Hjörtur Blöndal hjá FFF – Dropzone – Hella tók á móti mér. Það varð smá seinkun á stökkinu vegna vinds, en vindinn lægði þegar líða tók á kvöldið. Á meðan ég beið var farið yfir grunnatriði um hvernig flugið/fallið fer fram og hvað á að gera og hvað má ekki gera. Einnig var athugað hvort ég væri ekki líkamlega og andlega hraust fyrir þetta ævintýri, sem ég var að sjálfsögðu,“ segir Þorbjörg glöð í bragði. „Því næst var ég klædd upp í flottasta búninginn á svæðinu. Búning sem er oftast notaður þegar verið er að steggja og eða gæsa fyrir brúðkaup,“ segir hún og hlær.

„Um leið og vindurinn var orðinn stöðugur var ekki aftur snúið. Þá voru settar á mig allar ólar og festingar fyrir stökkið, farið yfir allan búnað oftar en einu sinni og svo beint upp í vél. Spennan magnaðist á leiðinni upp en ég fann ekki fyrir neinni hræðslu, sem kom mér á óvart þar sem ég hef ekki gert neitt þessu líkt áður. Það var flogið upp í 10.000 feta hæð, úff. Áður en ég vissi af var ég komin á brúnina í dyrunum og niðurtalning hófst og svo var ég í frjálsu falli. Ég get varla lýst tilfinningunni, hún var svo mögnuð og þetta var alveg rosalega gaman. Ég gaf meira að segja hinum stökkvaranum „high five“ áður en fallhlífin opnaðist,“ útskýrir Þorbjörg.

Þorbjörg segir allt hafa gengið eins og í sögu og að lendingin hafi verið mjúk. „Útsýnið var alveg magnað og þetta er klárlega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert, ég mun gera þetta aftur næsta sumar.“

Big­gest Loser kepp­andi læt­ur það vaða

Þorbjörg fékk að klæðast þessum glæsilega búningi í fallhlífarstökkinu.
Þorbjörg fékk að klæðast þessum glæsilega búningi í fallhlífarstökkinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda