Streituhormón geta haft áhrif á þyngd

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti. Sigurgeir Sigurðsson

„Við erum mörg sem gef­um heils­unni og lík­am­an­um aðeins meiri at­hygli þegar halla fer und­an sumri og haustið tek­ur við. Það er eðli­legt að sleppa aðeins tök­um á regl­un­um og „leyfa sér“ að bregða út af van­an­um í sum­ar­frí­inu. Fá sér aðeins meiri bjór og hvít­vín, grilla steik­ur og borða hvít­lauks­brauð með og auðvitað fá sér ís á góðviðris­dög­um. Ekk­ert flókið við það. Það, sem hins veg­ar get­ur verið flókn­ara, er að koma sér aft­ur í gír­inn og inn í rútín­una og losa sig við lík­am­leg­ar minn­ing­ar góðs sum­ars sem eru áþreif­an­leg­ar og sýni­leg­ar eins og til dæm­is „maga­beltið“ góða,“ seg­ir Þor­björg Haf­steins­dótt­ir, nær­ingaþerap­isti og hjúkr­un­ar­fræðing­ur, í sín­um nýj­asta pistli:

Nú kann að vera, að þú haf­ir ekki breytt út af neinu í sum­ar og lífs­stíll og mataræði spegli vel venj­ur og lífs­regl­ur þínar. Ef þú ert í topp­formi allt árið þá til ham­ingju með það og þá á þessi pist­ill kannski ekki er­indi til þín. Ef þú ert jó jó týp­an og skopp­ar upp og niður í heilsu­sam­leg­um ásetn­ingi, þá hinkraðu. Einnig þú sem ert til­tölu­lega stabíl/​l í óholl­ust­unni. Eig­um við ekki að gefa okk­ur það, að hætta að dissa hvernig lík­am­inn lít­ur út eða fara í sjálfs­skömm­ina út af aum­ingja­skap og fram­taksleysi? Tylltu þér frek­ar niður augna­blik og lokaðu aug­un­um, dragðu and­ann djúpt og dæstu svo. Hátt. Með op­inn munn. Þris­var sinn­um. Taktu svo stöðuna. Hvernig líður þér? Hvað ertu ánægð/​ur með? Hvað get­ur verið betra og hvar þarftu að taka þig á og stöðuhækka þig.

Það er ekki ólík­legt, að við eig­um ókláruð mál frá liðnum vetri og þau eða af­leiðing­ar þeirra eru enn að krauma í frumun­um. Spurn­ing­in er hvort þú vilj­ir taka sömu mál með áfram inn í ókom­inn vet­ur. Ef þú gef­ur þér tíma og hlust­ar, þá er lík­am­inn að reyna að tjá sig í „maga­belt­inu“, þreyt­unni, sló­leik­an­um, dep­urðinni, uppþemb­unni, hægðatepp­unni, verkj­un­um í liðunum, svefn­leys­inu og eirðarleys­inu. Þetta eru hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar og hluti af lífs­stíls­sög­unni þinni. Til dæm­is fit­an á mag­an­um. Ef hún er mjúk á nafla­svæðinu og flæðir yfir buxn­a­streng­inn er mjög lík­legt að þar geym­ist ójafn­vægi á blóðsykri, fæðuóþol, melt­ing­ar­vanda­mál og bólgu­mynd­un.

Ef mag­inn stend­ur beint út í loftið get­ur það tengst fitu­mynd­un vegna viðbragða streitu­horm­óna. Þau eru góð og gagn­leg í hófi en ef streit­an er langvar­andi og hvorki lík­am­legt, nær­ing­ar­legt né and­legt viðnám er til staðar, þá hef­ur það marg­vis­leg­ar af­leiðing­ar. Meðal ann­ars get­ur verið erfitt at losna við auka­kíló­in á mag­an­um ef streit­an er ekki tek­in al­var­lega.

Efna­skipta­villa (meta­bolic syndrome) ein­kenn­ist meðal ann­ars af fitu­mynd­un á öll­um búkn­um þ.e.a.s und­ir brjóst­um, um miðjuna og niður eft­ir. Sam­hliða get­ur LDL-ko­lester­ól verið hátt, HDL-kó­lester­ól (það góða) lágt og blóðþrýst­ing­ur of hár.

Bólgu­mynd­un (in­flamm­ati­on) er sam­nefn­ari í öll­um teg­und­um af fitu­mynd­un. Sag­an á bak við öll þessi ein­kenni á ræt­ur sín­ar að rekja í lífs­stíl­inn, þar á meðal vana og mynstur. Af­ger­andi þætt­ir eru mataræði, streitu­vald­ar og -viðbrögð, melt­ing­ar­flóra í þörm­um, per­sónu­leg­ur styrk­ur og sjálfs­mynd.

Ef þú til dæm­is furðar þig á, að þú grenn­ist ekki eða sért orku­meiri, þrátt fyr­ir lík­ams­rækt og minni neyslu af sykri, þá eru hugs­an­lega fleiri þætt­ir sem þarf að líta á og vinna í. Vert er að hafa í huga, að streit­an frá síðasta vetri eða síðustu vinnutörn er enn að virka í lík­am­an­um þó svo að þú haf­ir verið í 3 vikna fríi. 

Melt­ing­in og melt­ing­ar­flór­an í þörm­um skipt­ir líka mjög miklu máli og marg­ar rann­sókn­ir tengja lé­lega flóru við fitu­mynd­un og offitu og góða heilsu al­mennt. Mín margra ára reynsla er sú, að svo til all­ir eiga við ein­hvers kon­ar melt­ing­ar­vanda­mál að stríða og sem geta haft áhrif á eðli­lega starf­semi lifr­ar­inn­ar og á fram­leiðslu boðefna sem eru afar mik­il­væg fyr­ir orku, andoxun, gleði, ham­ingju, geðheilsu og svefn. 

Þreyt­an og orku­leysið er saga út af fyr­ir sig. Orku­mynd­un lík­am­ans er meðal ann­ars háð jafn­vægi í blóðsykri og horm­ón­um sem aft­ur er háð rétt sam­an­settu mataræði. Lífs­ork­an sjálf verður til í frum­um, ham­ingj­unni og sköp­un­ar­gleðinni. Við bind­um oft ork­una í ým­is­legt sem þjón­ar okk­ur mis­jafn­lega vel. Til dæm­is í ímynd­un eða hug­mynd sem ekki alltaf á við veru­leik­an að styðjast (all­ir eru vond­ir við mig, mis­skilja mig, svíkja mig), í skömm eða sekt­ar­til­finn­ingu eða við sitj­um föst í ein­hverju sem heyr­ir fortíðinni til og vilj­um (get­um) ekki sleppa. Syk­ur­inn blessaði, verður oft besta meðalið og hugg­ar okk­ur þegar við erum í sár­um.  

Við eig­um eitt líf og einn lík­ama og mitt besta ráð er að taka ábyrgð og gera eitt­hvað gott, upp­byggi­legt og var­an­legt fyr­ir bæði. Mataræðið er horn­stein­inn. Að gefa lík­am­an­um, ekki bara það sem hann þarf á að halda til að kom­ast af, held­ur það allra besta fyr­ir þig. Mat­ur og nær­ing­ar­efni sem næra, bæta, laga og kæta. Lík­am­lega og and­lega. Hag­nýt­ur mat­ur bygg­ir upp og styrk­ir vöðva, vinn­ur á bólg­um og brenn­ir fitu og býr til nýtt minni í heil­an­um! Rétt­ur mat­ur og góðu gerl­arn­ir laga melt­ing­una og gera kló­sett­ferðirn­ar reglu­legri og í alla staði ánægju­legri. Mataræðið ger­ir þetta ekki eitt og óstutt. Lík­ams­rækt, yoga og úti­vera er liður í ljóm­andi góðum lífs­stíl. Lík­am­inn þinn verður 10 árum yngri!

Það ger­ir þetta eng­inn fyr­ir þig. Heils­an er ábyrgð okk­ar og það er frá­bært frelsi falið í að þekkja lík­amann sinn og hverju hann nærst best á. En öll þurf­um við stuðning. Við þurf­um ekki að vera al­ein á þessu ferðalagi. Taktu þátt með mér í Ljóm­andi Heilsu­bylt­ing­unni!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda