Mataræðið er enn upp og niður

Sandra Vilborg Jónsdóttir.
Sandra Vilborg Jónsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sandra Vilborg Jónsdóttir, sem tók þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra, segist standa í stað frá því prógramminu lauk í desember. Hún er að prófa 5:2 þessa dagana. 

Hvernig hefur þér liðið eftir að Lífsstílsbreytingunni lauk?

Mér hefur liðið mjög vel og hef ég fundið fyrir meira öryggi og þekkingu í ræktinni og í tengslum við mataræðið. Ég þekki betur hvað hentar mér og er meðvitaðri um það sem ég læt ofan í mig.

Sandra Vilborg Jónsdóttir fyrir og eftir.
Sandra Vilborg Jónsdóttir fyrir og eftir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hefur þú haldið áfram að æfa af krafti?

Já, ef ég tel ekki með síðustu tvo mánuði þar sem ég fór á fullt í flutninga en ég er að koma mér aftur í gang. Hef mest verið í spinning og gert æfingar úr Sweat-appinu frá Kayla Itsines. Æfingarnar eru svipað uppbyggðar og hjá Lilju, þar sem farið er í gegnum nokkrar stöðvar og æfingarnar endurteknar. Mæli með appinu fyrir þær sem t.d. eru að æfa heima.

Hvernig er mataræðið?

Mataræðið er enn upp og niður hjá mér. Fyrstu dagarnir í vikunni eru góðir en helgin á það til að skemma fyrir mér. Ég er meðvitað að vinna í þessu núna og ætla mér að bæta mig. Ég er algjör sælkeri og svo er ég líka allt of löt í eldhúsinu en síðustu vikurnar hef ég verið að prófa 5:2 leiðina, þar sem 2 dagar i viku eru undir 500 kaloríum. Það hefur gengið mjög vel og mér líður mjög vel þá daga sem ég „fasta“. En það er spurning hvort ég taki upp gömlu matardagbókina frá því við vorum að byrja hjá Lilju og fylgi henni til að koma kerfinu aftur í gang. Ég hefði gott af því að missa nokkur kíló til viðbótar.

Hefur þú náð að halda þér í því formi sem þú varst komin í?

Ég hef alveg staðið í stað frá því Lífsstílsbreytingunni lauk fyrir ári - upp á gramm. Það er einmitt þess vegna sem ég ákvað að hrista aðeins upp í mataræðinu með því að prófa 5:2 leiðina. Ég hef séð að mataræðið skiptir mestu máli hjá mér til að ná árangri.

Hver er lykillinn að því að því að vera í góðu formi?

Ég hef ekki enn fundið rétta svarið við þessari spurningu en ætli það sé ekki fyrst og fremst skipulag og sjálfstjórn. Það þarf að skipuleggja matinn og æfingarnar svo þær passi inn í dagsmynstrið og fylgja því eftir.

Breytist lífið eitthvað við það? Ég er í formi en ekki því formi sem ég vil vera í. Lífið breytist ekki mikið en ég finn fyrir meiri metnaði fyrir að bæta mig og ég þori frekar að takast á við nýjar áskoranir.

Helga Reynisdóttir, Sandra Vilborg Jónsdóttir og Guðný Lára Gunnarsdóttir hittust …
Helga Reynisdóttir, Sandra Vilborg Jónsdóttir og Guðný Lára Gunnarsdóttir hittust á Borginni eftir að Lífsstílsbreytingunni lauk. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál