Lífrænt eina vitið

Karen Jónsdóttir  er konan á bak við Matarbúr Kaju en þar selur hún eingöngu lífræna fæðu og lífrænt góðgæti. Eftir að Karen veiktist og þurfti að taka mataræðið sitt alveg í gegn komst hún að ýmsu miður fögru um erfðabreytta matvöru.

Af hverju lífrænt?

Því það er manninum, umhverfinu og náttúrunni eðlilegast.

Hver er ávinningurinn af því að borða lífrænt?

Með því að borða lífrænt vottaða matvöru ertu að sneiða hjá hráefnum sem hafa verið ræktuð með ýmiskonar eitri eins og illgresiseitri eða skordýraeitri. Að auki inniheldur lífrænt vottað ekki GMO eða erfðabreytt hráefni. Þar sem verið er að rugla með náttúruna og í raun veistu ekki hvað þú ert að setja ofan í þig þar sem verið er að taka erfðaefni úr óskyldum tegundum og setja saman. Erfðaefni hafa verið tekin úr fiski og sett í tómatplöntu. Í dag er talið að 90% af maís og sojabaunum séu erfðabreytt. Plöntur eru til dæmi erfðabreyttar á þann hátt að þær þola ótakmarkað magn af eitri sem þýðir hvað? Einnig þarf að huga að því hvað það er sem fylgir erfðabreyttri plöntu. En það er einkaleyfi á náttúrunni. Fyrirtæki eru að eigna sér náttúruna það er að segja fá einkaleyfi á þær breytingar sem gerðar eru. Þessar plöntur dreifa sér og því hefur komið til árekstra hvað varðar eignarhald á uppskeru. Ef þetta heldur áfram á þessari braut getur þetta endað á þann veg að það verða nokkur fyrirtæki sem eiga alla mataruppskeru í heiminum.

Er meiri fyrirhöfn að neyta aðeins lífrænnar fæðu?

Nei, það er alls ekki meiri fyrirhöfn, en aftur á móti er úrvalið minna, það er til dæmis bara til ein tegund af lífrænt vottuðum osti á Íslandi, það er að segja íslenskum osti. Hér ættu stjórnvöld að grípa inn í og fella niður verndartolla af lífrænt vottuðum landbúnaðarafurðum þar sem þær eru nánast ekki framleiddar á Íslandi, það byggir upp markað sem seinna myndi skila sér í aukinni framleiðslu á lífrænt vottaðri matvöru hérlendis, og þá væri hægt að setja upp tollamúra til verndar. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að hysja upp um sig buxurnar til að ná þangað sem nágrannalönd okkar eru komin hvað lífrænt vottaða ræktun varðar, því það er framtíðin.

Hvað um kostnað?

Ef verð er sett niður á næringargildi þá er lífrænt vottað oftar en ekki á sambærulegu verði, því plantan fær að vaxa á eðlilegum hraða, vöxturinn er ekki sprengdur upp með tilbúnum áburði og plantan hefur lengri tíma til að taka til sín næringarefnin sem liggja í jörðinni.

Aftur á móti ef heildarkostnaður þjóðfélagsins er tekinn með í reikninginn það er að segja veikindi manna sem má rekja beint til ólífræns matar þá er lífrænt vottað ódýrara. Skordýraeitur og illgresiseitur í smáskömmtum er ekki neinum manni hollt og til lengdar verða lífslíkur minni.

Ef skattar væru settir á matvöru í hlutfalli við það sem þær menga og skemma og veikja þá værum við að tala saman um sanngjarnan samanburð og á þeim forsendum er lífrænna mun ódýrara.

Hvenær tileinkaðir þú þér lífrænan lífsstíl og hvað varð til þess?

Það gerðist ekki á einni nóttu, en eftir veikindi þurfti ég að taka til í mataræðinu. Sá fróðleikur sem ég aflaði mér á þessum tíma og fram til dagsins í dag varð til þess að ég sá í hvaða ógöngur mannskepnan var að fara í varðandi ræktun og matvæla framleiðslu. Þessi vitneskja sýndi og sannaði fyrir mér að lífrænt er eina vitið.

Þar sem þú selur eingöngu lífræna fæðu, finnurðu fyrir mikilli vakningu í þessum málum?

Já, það er mikil vakning. Meginástæðuna tel ég vera þá að með auknum veikindum, ofnæmi og óþoli fari fólk að skoða frekar hvað maturinn inniheldur og fari að vanda sig frekar til að ná heilsu. Einnig hefur aukin umhverfisvakning ýtt undir þá hugsun að verja þurfi náttúruna og halda sig við það sem okkur er eðlilegt. Að auki hafa loftslagsmálin náð að vekja fólk og fengið það til að hugsa heildrænt um umhverfið sitt og jörðina okkar.

Hvernig er best fyrir fólk að byrja sem vill breyta matarvenjum sínum og innleiða lífræna fæðu?

Það er best að byrja á því að lesa innihaldslýsingar á matvörunni, ef viðkomandi þekkir ekki eitthvað af innihaldsefnunum þá er best að sleppa því að kaupa hana. Mín skoðun er sú að fólk ætti ekki að innbyrða HFC, erfðabreytt maískornssíróp eða umbreytt maískornssíróp eins og sumir kalla þetta efni.

Lífrænt millimál sem er auðvelt í framkvæmd?

Einfaldast er að fá sér hnetur, fræ og þurrkaða ávexti, blanda við það kókosflögum og jafnvel möluðum kakóbaunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda