Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á.
Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á. Skjáskot/WomensHealth

Seinasta júlí var Rebekah Ceidro að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris talar ekki mikið um sitt persónulega líf á samfélagsmiðlum þannig að Rebekah vissi að hann hlyti að vera örvæntingarfullur.

Fjölmargir vinir og vandamenn Chris deildu skilaboðum hans með von um að finna einhvern sem gæti gefið honum nýra sem fyrst þar sem að læknar sögðu hann aðeins eiga sex mánuði eftir ólifað.

Rebekah fór strax að hugsa hvað hún gæti gert fyrir vinnufélaga sinn og sendi honum persónuleg skilaboð um að hún vildi gefa honum nýra. Chris gat varla klárað að lesa skilaboð hennar áður en hann brast í grát því hann var henni svo þakklátur.

Fyrsta skref Rebekuh var að hitta lækna Chris til þess að sjá hvort að hún væri nógu heilbrigð til þess að gefa nýra sitt.

„Ég var bara að hugsa um Chris og hvernig ég gæti bjargað lífi hans en læknarnir sögðu að ég þyrfti líka að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Rebekah en læknarnir voru hræddir um að aðgerðin myndi hafa slæm áhrif á heilsu hennar.

Rebekah var 98 kíló á þeim tíma og læknarnir gáfu henni tvo valmöguleika – annaðhvort að léttast eða sleppa því að bjarga lífi Chris. Rebekah ákvað að hún gæti ekki sætt sig við það að vera of feit til að bjarga lífi einhvers og lofaði læknunum að missa aukakílóin.

Hún byrjaði á því að hala niður smáforriti í símann sinn og setti sér markmið að hlaupa á hverjum degi þangað til að það væri ekkert mál að hlaupa fimm mílur (8 kílómetra) á dag.

Það sem hvatti hana áfram á hverjum degi var það að þetta myndi bjarga lífi Chris.

Hún hljóp 3,5 til 6 mílur á dag sex daga vikunnar og gerði síðan alls konar æfingar í ræktinni eftir á. Níu mánuðum seinna kláraði hún svo sitt fyrsta hálf-maraþon á rúmlega þrem klukkutímum.  

Þó svo að Rebekah hafi aðeins þurft að missa 8 kíló til þess að geta gefið nýrað hefur hún nú misst 17 kíló og ætlar ekkert að stoppa á næstunni en hún stefnir á að taka þátt í öðru maraþoni í ágúst.

Næsti læknistími Chris er nú í ágúst og mun þá líffæraflutningurinn verða bókaður og staðfestur – sem þýðir það að Chris mun að öllum líkindum lifa af.

Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon.
Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon. Skjáskot/WomensHealth
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda