Elise Raquel eignaðist nýverið sitt þriðja barn. Nokkrum klukkutímum eftir fæðinguna lét hún taka mynd af sér sem hún birti síðan á Instagram-síðu sinni. Raquel segir að hún hefði viljað sjá svona mynd áður en hún fæddi sitt fyrsta barn.
Þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn var hún með óraunhæfar hugmyndir um hvernig líkaminn mundi verða eftir fæðingu. Hún hafði séð myndir af frægum konum sem voru orðnar ekki neitt aðeins nokkrum vikum eftir fæðingu og gerði ráð fyrir að þannig yrði það í hennar tilviki. Raunveruleikinn var hinsvegar ekki sá.
„Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir enn lítið út fyrir að vera ólétt eftir að hafa fætt,“ skrifaði Raquel sem segir að hún hafi litið út fyrir að vera komin sex mánuði á leið þegar hún fór heim af spítalanum fjórum dögum eftir að hún átti sitt fyrsta barn. „Ég vil að aðrar mæður sem eru í mínum sporum viti að þær eru ekki einar. Hvernig sem ferðalagið eftir fæðingu er, þetta er eðlilegt og ætti alltaf að lofa,“ skrifaði hún.
Það tók Raquel þrjár meðgöngur að læra að meta líkama sinn eftir fæðingu. Nú segist hún hafa áttað sig á að það eigi ekki að fela líkamann.