Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

Þorvaldur Steinþórsson eigandi Adam og Evu.
Þorvaldur Steinþórsson eigandi Adam og Evu.

Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. 

„Markaðsdeildin hafði bara ýtt á mig með HM tilboð eins og öll fyrirtæki eru að gera en eitthvað smá afsláttur eins og allir eru að gera heillaði mig ekki. Það er spenna fyrir leiknum á morgun og okkur langar að gera þetta ennþá meira spennandi og fara alla leið.  Sem sagt allar sölur í dag fimmtudag og morgun framað leik fást endurgreiddar sem inneign ef Ísland vinnur,“ segir Þorvaldur. 

Það er líf og fjör í Adam og Evu.
Það er líf og fjör í Adam og Evu.

Hann segir að tilboðið hafi farið vel í landann. 

„Sumir sem höfðu beðið með að koma til okkar drifu sig og versluðu vel. Stærsta salan var um 100 þús og greinilegt að það er hugur í fólk og trú á að við vinnum þetta. Ég vona það líka sjálfur.“

Hvenær má fólk þá koma og fá inneignina?

„Bara strax eftir leik og svo innan 1 árs helst. Annars höfum við ekki verið með leiðindi þegar fólk kemur með gömul gjafabréf og inneignarnótur.“

Það er mikil stemning fyrir leiknum og verður hann sýndur beint í verslun Adam og Evu á Kleppsvegi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda