Þetta borða ofurfyrirsæturnar

Gisele Bundchen borðar mikið grænmeti.
Gisele Bundchen borðar mikið grænmeti. AFP

Ofurfyrirsætur eru þekktar fyrir að æfa vel og mikið og huga að hollu mataræði. Þrátt fyrir að það sé ekki raunsætt að setja sér það markmið að líta út eins og ofurfyrirsæta þar sem genin hafa mikið að gera með það hvernig þær eru vaxnar er ekkert að því að fá smá innblástur frá þeim þegar kemur að matarvenjum. 

Vogue tók saman mataræði nokkurra fyrirsæta en þær Gisele Bündchen, Lily Aldridge og Miranda Kerr eiga það sameiginlegt að borða hreina fæðu, mikið grænmeti og sleppa sykri og hvítu hveiti. 

Gisele Bündchen 

Bündchen og eiginmaður hennar Tom Brady eru á sérstöku mataræði sem einkakokkur þeirra Allen Campbell setti saman. Borða þau aðallega plöntufæði. Grænmeti er sagt vera 80 prósent af því sem þau borða. Auk þess borða þau til dæmis kínóa, baunir, steikur, endur og villtan lax. Mataræðinu fylgir líka bannlisti en þau borða ekki hvítan sykur, hvítt hveiti, joðbætt salt, koffín og sveppi. 

Miranda Kerr

Fyrirsætan borðar mat sem hentar hennar blóðflokki. Kostir mataræðisins sem náttúrulæknirinn Peter J. D'Adamo hannaði eru umdeildir en Kerr er sögð fylgja mataræði sem er hannað fyrir fólk í blóðflokki A. Borðar hún mikið af lífrænu grænmeti, ferskum söfum og baunum. 

Miranda Kerr.
Miranda Kerr. AFP

Lily Aldrige

Aldrige er á mataræði sem kallast Sakara og fær hún lífræna grænmetisrétti senda heim, fyrirsætan Chrissy Teigen er einnig sögð vera aðdáandi. Mikið er lagt upp úr næringarríkri hollri fæðu í matarskömmtunum og er þeir meðal annars lausir við mjólkurvörur, sykur og glúten. 

Lily Aldridge.
Lily Aldridge. AFP

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda