Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.
Kristín Sif ásamt börnunum sínum tveimur, Söru og Heiðari.

Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og vinsælasti spinning-kennari landsins, ætlar ásamt einkaþjálfaranum og fitnesdrottningunni Hafdísi Björg að slá upp risa partí-spinning tíma í World Class Laugum á miðvikudagskvöld. Í tímanum verður spunnið fyrir Kristínu Sif, dagskrárgerðarkonu á K100, og hennar tveimur ungu börnum en fyrir um mánuði féll maður Kristínar fyrir eigin hendi. 

„Ég er að kenna yfir 300 manns spinning í hverri viku í Laugum og datt okkur Hafdísi það í hug að virkja kraftinn í kringum þessa spinning-tíma til góðs. Hún Stína okkar (Kristín Sif) er einstök manneskja og viljum við styrkja hana og börnin hennar á þessum erfiðu tímu,“ sagði Siggi í samtali við Smartland.

Tímarnir hans Sigga eru fyrir löngu orðnir frægir fyrir mikið stuð og glamúr og segir hann að engu verði til sparað á miðvikudagskvöld.

„Þetta verður einn af tímum ársins, það er ekki spurning.“

Skráning er hafin í tímatöflu á heimasíðu World Class og er nú þegar að myndast biðlisti. „Ég hvet alla til þess að skrá sig, þó að það sé biðlisti. Fólk forfallast stundum og þá dettur fólk sjálfkrafa inn í tímann. Svo er aldrei að vita nema að við bætum við auka tíma ef næg þátttaka næst,“ segir Siggi.

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum en komast ekki í tímann, geta lagt inn framlag á styrktarreikning 0326 26-003131, kt. 021283-3399

Siggi Gunnars og Hafdís Björg.
Siggi Gunnars og Hafdís Björg. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda