Sjö barna móðir á verðlaunapalli

Ósk Norðfjörð sem er sjö barna móðir keppti á Iceland Open mótinu um helgina. Hún komst á verðlaunapall. Hún sigraði í bikini flokknum + 35 ára og bikini B hæðarflokki. Ósk segir að hún hafi tekið þátt í mótinu til að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. 

„Með þessu vil ég hvetja börnin mín áfram til að hugsa um líkama sinn og heilsu,“ segir Ósk. 

Þetta er ekki fyrsta fitness-mótið sem Ósk tekur þátt í. 

„Við hjónin skelltum okkur til Los Angeles í september og tókum þátt í móti. Með tveggja vikna undirbúning ákvað ég að prufa að taka þátt í einu móti í San Diego í leiðinni,“ segir hún. 

Hvernig æfðir þú fyrir mótið?

„Ég hef stundað líkamsrækt síðan ég var um tvítugt og gæti í rauninni ekki fúnkerað eðlilega líkamlega án líkamsræktar vegna meyðsla sem ég hef glímt við lengi. Það er fullt af mismunandi hóptímum sem ég nýti mér eftir hvernig ég er stemmd. Ég fer til dæmis í  spinning, hot fit og jóga og svo er ég með lyftingaprógramm sérsniðið að mínum þörfum frá þjálfara mínum sem ég nota.“

Ósk er í einkaþjálfun hjá Pálínu Pálsdóttur hjá True Viking Fitness. 

„Hún hefur verið alveg frábær þjálfari og verið mér innan handar varðandi allan undirbúning fyrir mótið. Ég fór á pósunámskeið hjá henni og hún hefur sérsniðið æfingarprógramm fyrir mig sem hentar mér vel.“

Hvernig er mataræði þitt?

„Þetta snýst aðallega um að borða eins hreina og holla fæðu eins og hægt er. Drekka mikið af vatni og var ég með prógram í samræmi við það.“

Hvernig líður þér eftir þetta?

„Ég er mjög ánægð með árangurinn,“ segir hún og segist örugglega taka aftur þátt í fitness-móti. 

Nú er Ósk dottin í jólagírinn og segir að það sé mikið fjör á hennar níu manna heimili.  

„Desember er yndislegur mánuður og mikill jólaundirbúningur í gangi á 9 manna heimilinu okkar um þessar mundir. Ég er hamingjusöm og þakklát.“

Hver var hápunktur ársins.

„Að hitta uppáhaldspredikarann minn Joel osteen í Lakewood Church Houston í Texas á samkomu hjá honum,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál