Leikkonan Drew Barrymore hefur átt í vandræðum með þyngd sína en eftir að hún fékk góða hjálp hefur hún lést um rúm 11 kíló á aðeins þremur mánuðum. Barrymore birti fyrir og eftir mynd af sér á Instagram. Hún segist nú vita að hún stjórni því sjálf hver hún vill verða.
Leikkonan segir að samfélagsmiðlar geri það að verkum að hún vilji líta sem best út. Það hafi hins vegar ekki verið auðvelt þar sem hún er raunveruleg manneskja og ýmislegt kemur upp á.
Með hjálp einkaþjálfarans Marnie Alton tókst henni þó að taka aðeins til í lífi sínu. „Að minnsta kosti veit ég að það eru sérfræðingar sem ég get leitað hjálpar til,“ sagði Barrymore.
Þrátt fyrir ágætis árangur er Barrymore ekki að fegra sannleikann og segir þetta hafi verið erfitt og hafa tekið mikla vinnu. Rétt mataræði og hreyfing hafi skipt hana miklu máli.