Áramótaheit að hætti Gillz

Egill Einarsson eða Gillz eins og hann kallar sig hefur …
Egill Einarsson eða Gillz eins og hann kallar sig hefur lengi deilt heilsuheilræðum með þjóðinni. Rax

Einkaþjálfarinn Egill Einarsson sem starfar í Sporthúsinu, eða Gillz eins og hann er kallaður, setti nokkur góð markmið niður á blað fyrir heilsuárið 2019 og birti á Twitter. Fólk sem vill bæta heilsuna árið 2019 getur farið eftir lífsreglum einkaþjálfarans sem eru laus við öfgar. 

Egill hugsar um heilsuna heildrænt og ekki að finna óraunsæ markmið eins og að mæta sex sinnum í viku í ræktina. Mælir hann með því að rífa í lóð þrisvar í viku en bætir við 30 mínútna útiveru á dag sem ætti að gera öllum gott. 

Þegar kemur að mataræði leggur Egill upp með að fólk hætti að borða þremur tímum áður en það fer að sofa og borði ekki fyrr en 14 tímum eftir kvöldmat, fylgi semsagt 14:10-föstunni. Hann hvetur fólk auk þess til að hætta að borða jurtaolíur, sykur, brauð og morgunkorn. 

Gömul og góð klassísk ráð er einnig að finna á lista Egils eins og það að sofa í átta tíma og drekka meira vatn og minna af öðru eins og hann orðar það. 

Í Twitter-færslu hér að neðan má sjá góð ráð frá Agli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda