Hvers vegna þurfum við vítamín?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef það er einhvern tímann þörf á orkuríkri fæðu, þá er það í janúar og febrúar, þegar dagar eru stuttir og myrkrið mikið. Þá er snjallt að taka inn Green PhytoFoods frá NOW, sem í er blaðgræna (chlorophyll) í duftformi, sem einnig inniheldur chlorella, hveitigras og spírulína, blöndu af vítamínum, steinefnum, trefjum, ensímum og öðrum jurtum. Í mínum huga er þetta nauðsynleg viðbót í bústið á morgnana, reyndar ekki bara í janúar og febrúar, heldur allt árið,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

Í blöndunni er einnig að finna joð, sem er gott fyrir blóðmyndun, svo og járn og kalk. Einnig eru í henni bygggras, gulrætur, lífrænn kókossykur, spergilkál (brokkolí), brúnt hrísgrjónaklíð og rauðrófuduft, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er algjör dúndurfæða sem eykur orku og eflir styrk líkamans á stuttum tíma.

ER EKKI NÓG AÐ BORÐA GRÆNMETI?

Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum. Við alla matvælaræktun sem ekki er lífrænt vottuð eru notaðir illgresiseyðar og skordýraeitur, en þessi eiturefni sitja ekki bara eftir á ökrunum, heldur fylgja fæðunni til neytandans.

Jurtanæringarefnin sem finna má í grænfæðu eins og Green PhytoFoods frá NOW eru full af mikilvægum andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum sem unnin eru úr lífrænt ræktuðum plöntum. Þykkni úr þessum plöntum er þurrkað og unnið og selt til neytenda í hylkjum, töflum eða sem duft. Dagleg notkun á svona grænfæðu hefur sama næringargildi og ef borðaðir væru níu skammtar af ferskum ávöxtum og grænmeti daglega – en það er sjaldan gert.

LOSAR UM EITUREFNI OG ÞUNGMÁLMA

Grænfæða eins og Green PhytoFoods frá NOW styrkir ekki bara flest kerfi líkamans, heldur losar hún hann við eiturefni eins og þungmálma, en þeir geta veikt vefi okkar. Þegar vefirnir veikjast getur það leitt til ýmissa sjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að chlorella, sem er öflugt andoxunarefni, stuðlar einnig að lægri blóðþrýstingi, lækkar slæma kólesterólið, eykur gróanda í sárum, styrkir ónæmiskerfið og vinnur á ristilbólgu og vefjagigt.

Góð heilsa byggist á því að sjá líkamanum fyrir bestu mögulegri næringu til að viðhalda heilbrigðum frumum og starfsemi þeirra. Grænfæða er því góður grunnur að bættri og betri heilsu og dufti eins og Green PhytoFoods frá NOW er hægt að blanda út í safa, vatn eða setja út í bústið á morgnana.

HEILSUFARSLEGUR ÁVINNINGUR AF SPÍRULÍNU OG CHLORELLA

Spírulína er náttúrulegt fjölvítamín og grænmetisgrunnur prótína og omega-3 fitusýra. Chlorella telst vera ein besta grænfæðan sem losað getur líkamann við þungmálma og bælt niður æxlisvöxt. Hún stuðlar líka að heilbrigðum beinvexti og endurnýjun frumnanna. Bæði spírulína og chlorella eru lík að því leyti að þau eru chlorophyll-ríkir (blaðgrænu) þörungar. 
Í báðum er mikið af nauðsynlegum amínósýrum, lítið af fitum en mikið af trefjum og steinefnum, svo og B-vítamíni. 

Í chlorella er líka að finna sjaldgæft xanthophyll, tegund af karótíníði sem hefur A-vítamínvirkni. Í Green PhytoFoods frá NOW eru bæði spírulína og chlorella af lífrænum (organic) uppruna.

HEILSUFARSLEGUR ÁVINNINGUR AF BYGGGRASI OG HVEITIGRASI

Bygggras og hveitigras eru steinefnaríkar plöntur. Þær draga úr bólgum sem tengjast liðagigt og eru frábærar til að örva afeitrun. Safar og plöntuefni úr þessum jurtum hafa verði notuð með góðum árangri í náttúrulækningum til að heila allt frá ofnæmi, liðagigt, astma, síþreytu, hægðatregðu, sárum á húð eða sýkingum af völdum sveppa eða baktería og gersveppasýkingu. 

Safar úr þessu grasi eru hlaðnir blaðgrænu (chlorophyll), sem örvar hreyfanleika þarmanna – þ.e. getu vöðvanna í ristlinum til að ýta úrgangi áfram og skila honum út með hægðalosun. Flestir þeir sem fara að nota græna safa eða grænfæðu taka eftir þessum breytingum. Rannsóknir hafa líka sýnt að safar úr bygg- og hveitigrasi varna því að eiturefni eins og díoxín (finnst meðal annars í kjöti, fiski og skelfiski) síist í gegnum þarmaveggina og út í blóðið. Báðar þessar grastegundir er að finna í Green PhytoFoods frá NOW.

Ef þú hefur aldrei notað grænfæðu áður er mikilvægt að byrja á því að taka hana á fastandi maga, til dæmis með því að blanda henni í morgunbústið. 

www.gudrunbergmann.is

Heimildir: www.shareguide.com og www.betternutrition.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda