Upplifði kulnun í Lundúnum 2003

Pétur Einarsson.
Pétur Einarsson. mbl.is/Rax/Ragnar Axelsson

Fólki með kulnun í starfi fjölgar óeðlilega hratt á Íslandi. Vinnumenning hefur breyst eftir hrunið og aukið álag hefur verið á starfsfólki en nú virðist vera komið að þolmörkum. Pétur Einarsson hagfræðingur upplifði alvarlega kulnun í starfi þegar hann starfaði í íslenskum banka og var búsettur í Lundúnum árið 2003. Hann lýsir því þannig að hann hafi alltaf verið mættur fyrstur í vinnuna kl. 6 á morgnana og hafi alltaf viljað klára að tæma tölvupósthólfið áður en hann fór heim á kvöldin. 

Lifum lengur er nafn átta heimildarsjónvarpsþátta í umsjón Helgu Arnardóttur sjónvarpskonu sem eru sýndir hjá Sjónvarpi Símans Premium í janúar. Þættirnir fjalla um heilsu á mannamáli út frá vísindalegu sjónarhorni og rætt er við fjölmargra sérfræðinga þar á meðal dr. Chatterjee Rangan sem er breskur heimilislæknir og metsöluhöfundur. Hann hefur skrifað og fjallað töluvert um fjóra þætti heilsu sem skiptir lykilmáli að halda í góðu horfi til að sporna gegn myndun alvarlegra og þekktra lífstílssjúkdóma sem herja á vestræn samfélög í dag. Þessir átta þættir samanstanda af svefni, næringu, hreyfingu og andlegri heilsu og verða tveir sjónvarpsþættir helgaðir hverjum heilsufarsþætti. Þá verða vísindamenn, læknar, næringarfræðingar, sameindalíffræðingar, sérfræðingar á sviði svefns, hreyfingar og andlegrar heilsu viðmælendur þáttarins en einnig venjulegt fólk sem glímir við ýmis vandamál sem tengjast hverjum heilsufarsþætti sem til umfjölllunar er. Einnig eru unnar óvísindalegar sjónvarpstilraunir undir leiðsögn sérfræðinga fyrir þættina þar sem fjallað verður um hvernig breyting á mataræði, aukin hreyfing og fleira getur gerbreytt heilsu fólks á skömmum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál