Söngkonan Hera Björk er stödd á Landspítalanum akkúrat núna vegna gallsteinakasts sem hún fékk í dag.
Hera Björk sem er söngkona og fasteignasali ætlar að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn með lagið Eitt andartak sem hún samdi í samvinnu við Örlyg Smára og Valgeir Magnússon.
Vonandi hressist hún fljótt og á stjörnuleik á laugardaginn. Smartland óskar henni góðs gengis.