Þetta gerir Svali til að minnka sólarexemið

Jóhanna og Svali fluttu til Tenerife fyrir einu og hálfu …
Jóhanna og Svali fluttu til Tenerife fyrir einu og hálfu ári.

Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er kallaður hugsar vel um heilsuna eins og lesendur Smartlands þekkja. Hann flutti til Tenerife fyrir um einu og hálfu ári síðan og hefur hann leyft landsmönnum að fylgjast með því ferðalagi. Svali hefur lengi lagt áherslu á að vera í góðu formi og hugsar hann vel um heilsuna. Það breyttist margt þegar hann byrjaði að taka inn Astaxanthin.

„Ég fór upphaflega að taka Astaxanthin vegna þess að það hefur svo góð áhrif á úthaldið, en ég hleyp töluvert þessi misserin. En ég komst að því í að þetta sólarofnæmi sem ég var með hvarf alveg. Þá fór ég að lesa mér til um þetta efni og sá að það hefur svakalega góð áhrif á húðina,“ segir Svali í samtali við Smartland. 

-Er ekki erfitt að búa á Tenerife og vera með sólarexem?

„Ekki ef maður hefur eitthvað við því, þá sleppur það alveg. Ég tek þessar töflur, Astaxanthin og Beta Carotine daglega og þá er ég góður.“

-Hvað um mataræði, finnst þér það þurfa að vera á einhvern hátt til þess að áhrifin minnki?

„Mmm hef kannski ekki beint náð að prófa nægilega vel að taka matinn í gegn hingað til, en er nokkuð viss um að það getur spilað mikla rullu. Er að prófa mig áfram í „Plant Based Diet“ og er spenntur að sjá hvort það virki ekki vel. En ég er samt ekki kominn alveg „all in“, en mun sennilega fara þangað ef ég þekki mig rétt.“

-Nú eruð þið búin að vera í eitt og hálft ár á Tenerife. Hvernig líður ykkur núna, er engin heimþrá?

„Okkur líður mjög vel í það heila. Fyrsta árið var erfitt, viðurkenni það. Ekki bara fyrir drengina heldur fyrir okkur líka. En svo sest rykið allt saman einhvern veginn og maður hættir að upplifa allt sem nýtt og maður fattar að það er komin rútína hjá okkur hér í Tenelandi. Þannig að já okkur líður vel og erum ekkert að pæla í hvenær við förum til baka, hugsum ekkert út í það. Það er nóg að gera hjá okkur í því sem við erum að bralla og þá er ekki tími til að hugsa mikið heim.“

-Nú ertu þekktur fyrir að vera í trylltu formi, hvernig ertu að hreyfa þig núna? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar kemur að íþróttum?

„Já er það, er í ágætis standi. Hleyp mest þessi misserin, ætla að taka maraþon í nóvember í Santa Cruz sem er höfuðborgin hér. En svo er ég líka alltaf að vesenast í einhverju öðru, reyni að lyfta og passa að halda í einhvern styrk líka. Mér finnst mjög líklegt að ég horfi til IronMan á næsta ári en það á eftir að koma í ljós.

Mér finnst nefnilega skemmtilegast að vera úti að djöflast, hjóla, hlaupa, fjallgöngur og fleira í þeim dúr. Þannig að ég er bara að sýsla í því sem er skemmtilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda