Gerðist vegan til að minnka verki

Jessie J er vegan.
Jessie J er vegan. AFP

Íslandsvinurinn Jessie J er vegan en hún gerir það til að ráða betur við króníska verki sem hún er með vegna ófrjósemisvanda.

Fyrir rúmum fjórum árum sögðu læknar henni að hún gæti ekki eignast börn á hefðbundinn máta. „Ég trúi því ekki. Allar konur og allir karlar ganga í gegnum ófrjósemisvanda og ég eflist við að tala um það,“ sagði Jessie J. Hún hefur verið þjökuð af verkjum í mörg ár og sögðu læknar henni að annað hvort þyrfti hún að ná stjórn á verkjunum eða fara í legnám.

Hún ákvað að reyna ná stjórn á verkjunum með náttúrulegum leiðum og minnka þá með því að hætta að borða sykur. „Þegar ég var hætt að borða sykur, áttaði ég mig á því að ég nýt matar mun betur þegar hann er góður fyrir mig. Hann hafði góð áhrif á allt í lífi mínu, heilsuna mína, skapið mitt og svefninn,“ sagði Jessie J í viðtali við Plant Based News.

Fyrir tveimur ákvað tónlistarkonan að hætta að borða kjöt og tók það hana eitt ár að verða alveg vegan. Hún segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í grænkerafæði eða vegan lífsstíl. „Ég veit ekki neitt. Ég fer út í hlutina og segi, „Ég veit ekkert, ég vil læra.“

Hún segist vilja reyna að hafa áhrif á yngri kynslóðir og kenna þeim að elska sjálf sig, líkama sinn og heiminn.

Jessie J er íslandsvinur.
Jessie J er íslandsvinur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda