Að lifa í núinu

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann.

„Ég segi gjarnan við erlenda vini mína að þeir læri að lifa í núinu ef þeir koma til Íslands. Í mínum huga er einföld skýring á því og hefur ekkert með núvitundarnámskeið að gera. Þjóðin hefur í aldir alda lært að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það hefur verið farið á sjó þegar gefur og tún slegin þegar þurrt er,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli

„Þegar ég rak hótel á Hellnum voru gestirnir oft að spyrja ráða um ferðir á jökulinn. Ef veður var gott hvatti ég þá jafnvel til að fara í miðnæturferð á Snæfellsjökul, sem hefði þýtt að þau hefðu verið að koma til baka á hótelið um klukkan hálftvö um nóttina.

Nei, fólk hætti oftast við því það vildi fara snemma að sofa og ætlaði bara að fara næsta dag. Ég benti þá gjarnan á að það gæti sofið þegar heim kæmi. Tækifæri til að fara á jökul væri nýtt þegar það byðist, en ekki þegar fólk vildi fara. Þetta áttu flestir erfitt með að skilja og margir lentu í því að ekki gaf á jökulinn næsta dag.

ÞETTA REDDAST

Við erum óskipulögð þjóð. Fyrir utan þá staðreynd að allir eru kóngar hér á landi, held ég að það tengist því að við höfum aldrei haft her og því aldrei þurft að gangast undir strangan aga. Það ríkti aðeins meiri agi og reyndar líka virðing hér áður fyrr meðan þéringar voru við lýði, en eftir að þær duttu niður og við fórum í gegnum hippatímann týndist það allt.

Víða erlendis skipuleggur fólk til dæmis sumarfríin sín ár fyrir fram.  Fæstir hér á landi skipuleggja fríin sín svo langt fram í tímann, heldur er rokið af stað annaðhvort á síðustu stundu eða þegar gott tilboð á flugi býðst.

Gamla viðkvæðið: „Þetta reddast!“ er þá gjarnan notað, hvort sem átt er við vinnuna eða skólann sem stokkið var úr. Svo er bara farið í smá átaksvinnu þegar heim er komið, eins og landsmenn hafa svo oft áður gert, hvort sem verið var að bjarga afla eða heyjum.

ÚTLENDINGAR NÁ ÞESSU EKKI

Útlendingar, einkum og sér í lagi Þjóðverjar, eiga erfitt með að skilja þetta óskipulag okkar. Þeim finnst það óþægilegt, því það togar þá út úr þeirra þægindaramma, líkt og gerist hjá okkur þegar við komum inn í menningarheim, þar sem skipulagið ríkir ofar öllu öðru.

Hugsanlega væri gott að hafa einhvern milliveg á málum hér á landi, en þar til hann er fundinn kunnum við alla vega að lifa í núinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda