Fyrirsætan Chrissy Teigen sýndi frá því í vikunni þegar hún fékk sér bótox í handakrikana til að minnka svitamyndun. Teigen var mjög spennt í myndbandinu og sagði að þetta væri það besta sem hún hafði gert. Nú segist hún geta klæðst silki án þess að vera í rennandi sveitt.
Læknirinn sem sprautaði bótoxinu í handakrika Teigen er enginn annar en stjörnulæknirinn Jason Diamond, en þær Kardashian-systur hafa oft sýnt frá heimsóknum sínum til hans.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Teigen talar um handakrika sína, en hún greindi frá því í viðtali árið 2017 að hún hafi látið fjarlægja fitu í kringum handakrika sína árið 2008. Hún segir það hafa verið snilld, og stefndi á að gera það aftur.
Teigen er mjög opinská á samfélagsmiðlinum Twitter og segir reglulega frá heilsu sinni þar. Hún steig einnig fram fyrir nokkrum árum og greindi frá því að hún hafi glímt við fæðingarþunglyndi eftir fæðingu dóttur sinnar.
Nýlega greindi hún frá því að henni hafi ekki liðið mjög vel síðustu vikur andlega og að hún sé með magasár. Hún segir mataræðið sitt hafa ollið magasárinu, en hún borðar mikið af sterkum mat.