Brad Pitt greindi nýlega frá því að hann hefði hætt að drekka eftir skilnaðinn við Angelinu Jolie. Hann er einn af fjölmörgum stjörnum sem ekki drekka vín. Sumar hafa átt við vandamál að stríða og hætt að drekka en aðrar hafa einfaldlega ákveðið að lifa áfengislausu lífi.
Blake Lively
Gossip Girl-leikkonan drekkur ekki og hefur hreinlega ekki áhuga á því.
Jennifer Hudson
Óskarsverðlaunaleikkonan sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að hún hefði aldrei smakkað vín.
Jennifer Hudson.
mbl.is/AFP
Rob Lowe
Leikarinn hætti að drekka fyrir hátt í þrjátíu árum.
Leikarinn Rob Lowe.
mbl.is/AFP
Anne Hathaway
Leikkonan hætti að drekka þar sem henni finnst það ekki passa á meðan hún er að ala upp börn.
Anne Hathaway.
mbl.is/AFP
Tyra Banks
Fyrirsætan sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að hún hefði ekki drukkið síðan hún var 12 ára.
Fyrirsætan Tyra Banks.
mbl.is/AFP
Zac Efron
Leikarinn drekkur ekki og er ánægður með það.
Daniel Radcliffe
Harry Potter-stjarnan fór illa með vín og hætti að drekka fyrir nokkrum árum.
Daniel Radcliffe.
mbl.is/AFP
Eric Clapton
Tónlistarmaðurinn hætti að drekka þegar sonur hans dó árið 1991.
Gerard Butler
Leikarinn hætti að drekka fyrir yfir 20 árum vegna drykkjuvandamála.
Gerard Butler.
mbl.is/AFP
Joe Manganiello
Leikarinn hætti að drekka 17 ára.
Joe Manganiello.
mbl.is/AFP
Kristin Davis
Sex and the City-stjarnan átti við drykkjuvanda að stríða og hélt hún myndi ekki komast á fertugsaldurinn.
Kristin Davis.
mbl.is/AFP
Keith Urban
Tónlistarmaðurinn hætti að drekka árið 2006 vegna drykkjuvanda.
Nicole Kidman er gift tónlistarmanninum Keith Urban.
mbl.is/AFP
Bradley Cooper
Stjarnan hætti að drekka 29 ára.
Bradley Cooper.
mbl.is/AFP
Jada Pinkett Smith
Leikkonan hefur ekki drukkið síðan á tíunda áratug síðustu aldar.
Jada Pinkett Smith ásamt eiginmanni sínum, Will Smith.
mbl.is/AFP
Sarah Silverman
Grínistanum finnst vín hreinlega ekki gott.
Sarah Silverman.
mbl.is/AFP