Misskilningur að lúxusmatur þurfi alltaf að vera dýr

Anton Levchenko og Bjarki Þór er mennirnir á bak við …
Anton Levchenko og Bjarki Þór er mennirnir á bak við Matarmenn á Instagram.

Anton Levchenko og Bjarki Þór halda úti instagramsíðunni Matarmönnum. Þar eru þeir ansi öflugir og matreiða af miklum móð. Þeir kynntust í háloftunum en báðir unnu þeir hjá WOW air og var það sameiginlegur áhugi á mat og matargerð sem dró þá saman. Þeir voru spurðir spjörunum úr í Heilsublaði Nettó. 

Hvað er það við matargerð sem heillar ykkur svona?

„Ef það mætti segja allt væri það svarið okkar. Við elskum að búa til mat frá grunni eins og uppruni hans er. Í raun er það allt ferlið; fara út í búð, félagsskapurinn, pælingar á bak við hvern og einn rétt og síðast en ekki síst að elda réttina.“

Hvert er ykkar uppáhaldshráefni til að vinna með?

„Þykkar steikur eru í miklu uppáhaldi hjá okkur ásamt rækjum. Að vinna með þykka steik samanborið við þunna leyfir manni að leika sér mun meira með kjötið, eins getur maður stjórnað ferðinni mun betur með þykkari bitana. Rækjurnar er hægt að marínera á ótal vegu og því er hægt að vera með rækjur reglulega í matinn án þess að fá leið á þeim.“

Leynivopnið í eldhúsinu – hvað er algjörlega ómissandi?

„Leynivopnið sem ætti að vera til á öllum heimilum er kjarnhitamælir. Þetta er í rauninni eins og að lesa hugsanir kjötsins; stingur mælinum inn og veist nákvæmlega hvernig ferlið er. Það kannast eflaust allir við það að taka heilan kjúkling/lambalæri út úr ofninum og kjötið er þurrt. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með réttu græjunum.“

Þarf gott alltaf að vera flókið?

„Alls ekki! Oft á tíðum eru bestu réttirnir þeir einföldustu, ef við tökum dæmi: Mexíkóskur matur er lítið annað en ferskt grænmeti og vel kryddað kjötmeti sem tekur enga stund á pönnunni. Oft er líka mikill misskilningur að lúxusmatur þurfi alltaf að vera dýr og mikil fyrirhöfn. Það er hægt að kaupa lambalæri og allt meðlæti á sama pening og fyrir tvo út að borða á skyndibitastað, kryddið lærið og setjið inn í ofn og skerið í salat. Þarna eruð þið komin með lúxusmáltið sem er ódýr og einföld.“

Hvað er alltaf til í ísskápnum?

Antoni: „Salsasósa, rauðlaukur, rjómaostur, hvítlaukur og chili.“

Bjarki: „Smjör, hvítlaukur og egg.“

Hvað myndu Matarmenn grilla í hollari kantinum? 

„Í rauninni er allt það sem við setjum á grillið í „hollari kantinum“. Ef við nefnum til dæmis nautakjöt, lambakjöt, humar og bleikju er um að ræða eingöngu næringarrík hráefni með gott næringargildi. Einnig er rosalega gaman að leika sér með grillað grænmeti sem penslað er með góðri olíu og parmesanosti, t.d. smjörgrasker, maís og brokkólí.“

Grillað brokkólí

1 brokkólíhaus
50 ml olía
30 ml sojasósa
15 ml teriyaki
15 ml sweet chili

  • Hrærið hráefnin saman
  • Brokkólíið tekið í sundur
  • Dýfið brokkólíinu ofan í sósuna
  • Hitið grillið í lægstu stillingu (um 100°C)
  • Leyfið brokkólíinu að vera á grillinu í ca 10 mínútur á meðan því er snúið reglulega
  • Grillið skrúfað í botn og brokkólíið haft á í um 3 mínútur í viðbót

Grillaður þorskur, toppaður með fetaostspestói

1,2 kg þorskur (best að miða við hnakka)
2 msk fiskikrydd

2 msk asískt fiskikrydd 

1 msk sítrónupipar 
1 bolli ólífuolía

hvítlaukur

fetaostur (1 stór krukka)

20 g fersk steinselja

¾ bollar brauðrasp

10 stk grænar ólífur

1 sítróna

salt og pipar

Aðferð:

  • Leggið fiskinn í bakka
  • Blandið saman kryddunum ásamt olíu og hvítlauk í skál og hrærið
  • Leyfið blöndunni að standa í ca 30 mínútur
  • Í blandara setjið þið fetaost, steinselju, brauðrasp, ólífur og 3 hvítlauksgeira
  • Pestóblandan sett til hliðar
  • Nú er kryddblandan tekin og pensluð yfir fiskinn, leyfið að marínerast í 20 mínútur+
  • Kveikið á grillinu og náið því upp í 250°C
  • Fiskurinn er nú lagður á grillplanka eða álbakka (með götum), roðið niður
  • Sítrónan er sett undir roðið og pestóinu dreift yfir fiskbitana
  • Eldist í ca 10 mínútur (hægt að fara varlega með gaffli og sjá hvort miðjan sé elduð)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda