„B-12 er eitt af þessum mikilvægu bætiefnum sem líkaminn þarf á að halda en getur ekki framleitt sjálfur. B-12 er aðallega að finna í dýraafurðum, en þar sem það er þar í svo litlu mæli, er mikilvægt að taka það reglulega inn sem bætiefni,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli:
Í þessari grein fjalla ég um níu heilsuverndandi ástæður fyrir því að taka inn B-12. Einnig fjalla ég um ellefu einkenni B-12 vítamínskorts, en almennt er talið að skorturinn sé um 30% hjá þeim sem borða dýraafurðir og um 60% hjá þeim sem eru grænmetisætur eða vegan.
Frá NOW eru þrjár mismunandi tegundir af B-12. Ultra B-12 í fljótandi formi með þremur mismunandi formum af B-12 fyrir frumuorkuna. B-12 tuggutöflur sem eru góðar fyrir taugakerfið. B-12 liposomal-úði fyrir hjarta- og æðakerfið. Eftirfarandi níu ástæður sýna mikilvægi B-12 fyrir heilsuna:
1-STUÐLAR AÐ MYNDUN RAUÐRA BLÓÐFRUMNA OG HINDRAR BLÓÐLEYSI
B-12 vítamín leikur mikilvægt hlutverk í framleiðslu líkamans á rauðum blóðfrumum. Sé skortur á B-12 í líkamanum dregur úr framleiðslu á rauðum blóðfrumum og þær ná ekki að þróast eðlilega. Heilbrigðar rauðar blóðfrumur eru litlar og kringlóttar, en ef það skortir B-12 verða þær stærri og sporöskjulaga.
Þegar blóðfrumurnar verða stærri komast þær ekki á eðlilegum hraða frá beinmergnum og út í blóðflæðið og valda því risakímfrumnablóðleysi (megaloblastic anemia). Þegar líkaminn hefur ekki nægilega mikið af blóðfrumum til að flytja súrefni til mikilvægra líffæra getur það valdið þreytueinkennum og þróttleysi.
2-GETUR KOMIÐ Í VEG FYRIR FÆÐINGARGALLA
Nægilegt magn af B-12 skiptir miklu máli fyrir heilbrigða meðgöngu. Rannsóknir sýna að heili og taugakerfi fósturs þarf á nægilegu magni af B-12 að halda frá móður til að þróast eðlilega. Skortur á B-12 í upphafi meðgöngu getur aukið hættuna á fæðingargöllum og einnig leitt til fósturmissis eða fyrirburafæðinga.
3-STUÐLAR AÐ BEINHEILSU OG DREGUR ÚR HÆTTU Á BEINÞYNNINGU
Nægar birgðir af B-12 í líkamanum geta stuðlað að betri beinheilsu. Í rannsókn á meira en 2.500 einstaklingum kom í ljós að þeir sem voru með B-12 vítamínskort voru með minna en eðlilega beinþéttni. Bein sem skortir þéttleika verða viðkvæm og því fylgir meiri hætta á beinbrotum.
4-GETUR DREGIÐ ÚR SJÓNDEPILSRÝRNUN
Sjóndepilsrýrnun er augnsjúkdómur sem hefur aðallega áhrif á miðjusjón. Með því að viðhalda nægilegu magni af B-12 í líkamanum eru líkur á að dragi úr aldurstengdri sjóndepilsrýrnun. Vísindamenn telja að með því að nota B-12 bætiefni lækki hómósýsten (homocysteine), en það er tegund af amínósýru, sem finnst í blóðinu. Aukið magn af hómósýsteni hefur verið tengt við aukin aldurstengd sjónvandamál.
5-BÆTIR SKAPIÐ OG DREGUR ÚR ÞUNGLYNDISEINKENNUM
Ekki liggur fyrir alveg fullur skilningur á því á hvaða hátt B-12 bætir skapið. Vitað er þó að B-12 gegnir mikilvægu hlutverki í að framleiða og efnabreytaa serótónini, sem er efni sem hefur áhrif á skap okkar – oft kallað gleðihormónið. Skortur á B-12 getur því leitt til minni serótóninframleiðslu, sem aftur getur valdið þunglyndiseinkennum. Rannsóknir hafa sýnt að notkun á B-12 léttir lundina hjá fólki sem hefur átt við þunglyndisvandamál að stríða.
6-GETUR VERIÐ GOTT FYRIR HEILANN OG KOMIÐ Í VEG FYRIR TAP Á TAUGAFRUMUM
Skortur á B-12 vítamíni hefur verið tengdur við minnistap, einkum hjá þeim sem eldri eru. Vítamínið er talið hindra heilarýrnun, sem felst í tapi á taugafrumum í heilanum og er oft tengd við minnistap og heilabilun. Rannsóknir hafa sýnt að það hægði á heilahnignun hjá þeim sem voru á frumstigi heilahnignunar, ef þeir tóku saman B-12 og Omega-3 fitusýrur.
Hvort sem um heilahnignun er að ræða eða ekki, hefur komið í ljós að B-12 bætir minnið.
7-GETUR GEFIÐ ÞÉR AUKNA ORKU
Lengi hefur verið talað um B-12 sem aukaorkugjafa. Öll B-vítamínin gegna mikilvægu hlutverki í orkuframleiðslu líkamans, þótt þau myndi hana ekki endilega sjálf. Þar sem B-12 er vatnsuppleysanlegt vítamín, er enginn hætta á að líkaminn fari að safna því upp. Allt sem líkaminn ekki nýtir fer í gegnum hann og úr honum með þvagi.
8-GETUR BÆTT HJARTAHEILSUNA MEÐ ÞVÍ AÐ DRAGA ÚR HÓMÓSÝSTINI
Mikið magn af hinni algengu amínósýru hómósýstini í blóði hefur verið tengt hjartasjúkdómum. Sé skortur á B-12 vítamíni í líkamanum, hækkar hómósýstinið. Rannsóknir hafa sýnt að nægilegt magn af B-12 lækkar hómósýstin í blóði og dregur úr hættu á hjartavandamálum.
9-STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐU HÁRI, HÚÐ OG NÖGLUM
Þar sem B-12 vítamín skiptir máli við frumuframleiðslu, er þörf á nægilegu magni af því til að viðhalda heilbrigðu hári, húð og nöglum. Skortur á B-12 hefur reynst hafa áhrif á ýmis húðvandamál eins og breytingar á lit nagla, breytingar á hári (hárlos o.fl.) og litabreytingar á húð.
11 EINKENNI UM B-12 VÍTAMÍNSKORT
Jafnvel þótt fólk fái nægilega mikið B-12 vítamín í gegnum fæðuna (vítamín) geta undirliggjandi heilsufarsvandamál haft áhrif á upptöku B-12 í gegnum þarmana. Má þar meðal annars nefna Crohn‘s-sjúkdóminn, glútenóþol, langvinna magabólgu og blóðhvarf. Helstu einkenni um B-12 vítamínskort eru:
Náladofi í höndum og fótum - Dofi í útlimum og erfiðleikar við hreyfinga r- Fölur húðlitur - Þreytueinkenni eða síþreyta - Hraður hjartsláttur - Blóðleysi sem getur leitt til andnauðar - Vandamál í munni eins og bólgur og munnangur - Huglæg vandamál og minnistap - Pirringur - Ógleði, uppköst eða niðurgangur - Minnkandi matarlyst og þyngdartap
Þeir sem eru líklegir til að vera með B-12 vítamínskort eru: Þeir sem eru eldri, því með aldrinum verður upptaka á B-12 oft minni. Þeir sem eru grænmetisætur eða vegan. Þeir sem hafa lengi tekið inn sýrustillandi lyf (magasýrur). Þeir sem hafa lést vegna magaaðgerðar, en hún getur haft áhrif á uptöku B-12 vítamíns.
Guðrún Bergmann hefur haldið HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir rúmlega 1.700 þátttakendur á rúmum fjórum árum.
Heimildir: medicalnewstoday.com - healthline.com