Korkurinn er það sem koma skal

Eins og víða eru umhverfisvæn umskipti að verða í jógaveröldinni. Meðvitund hefur vaknað um að flestar jógadýnur eru mjög óumhverfisvænar, þ.e. flestar eru úr plasti. Nú hefur leitin að betri efnum í jógadýnur og fylgihluti borið árangur. Margir eru sammála um að umhverfisvænn korkurinn sé það sem koma skuli.

Korkurinn hefur nú þegar sannað gildi sitt. Sá sem hefur náð bestum árangri í að búa til framúrskarandi korkjógadýnur er brimbrettastrákurinn Chris Willey frá Annapolis í Bandaríkjunum.

Fyrir nokkrum árum fékk hann löngun til að smíða sér brimbretti og róðrarspaða. Þar sem hann er alinn upp við mikla ást á náttúrunni veitti hann því athygli hve óumhverfisvænn brimbrettaiðnaðurinn var og er að mörgu leyti enn. Með óþol fyrir sóðaskap í náttúrunni ákvað hann að prófa sig áfram með efni sem væri án eiturefna og umhverfisvænt en um leið sjálfbært og níðsterkt.

Leit hans leiddi hann á slóðir korksins. Korkur reyndist sá sterki og umhverfisvæni. Korkurinn er í raun fáránlega endingargóður. En best af öllu fyrir brimbrettastrákinn Chris var að korkurinn er stamur. Fullkominn á brimbretti. Það var alger óþarfi að nota vax eða kemísk eiturefni á korkinn til að ná betra gripi.Korkurinn er ekki síðri blautur.

Dag einn varð Chris fyrir vitrun. Þar sem hann var með vinnuaðstöðu í bílskúr foreldra sinna fæddist frumgerðin af jógadýnu úr korki. Hann setti saman endurunnið gúmmí og kork. Vann dag og nótt til að ná öllu saman. Í fullkominni harmóníu við náttúruna. Þegar hann svo gekk í fyrsta sinn inn í jógastúdíóið með korkdýnuna undir hendinni vissi hann undir eins að hann var með demant í höndunum.

Ferðalag Chris með umhverfisvænu níðsterku korkjógamottuna hefur verið ævintýri líkast. Smám saman er heimurinn að uppgötva eina bestu og umhverfisvænstu jógadýnuna. Allan metnaðinn sem lagður er í hana og alla hennar frábæru fylgihluti. Og ekki síðra er að náttúrlegt korkyfirborðið heldur dýnunni og öllu sem framleitt er úr þessum korki án sýkla, baktería og lyktar. Meira að segja jógahandklæði eru með öllu óþörf þegar korkjógadýna er annars vegar.

Fyrir þá sem ekki vita er korkur búinn til úr berki eikartrjáa. „Kork“tréð er eina trjátegundin í veröldinni sem endurnýjar börkinn sinn. Það þarf því ekki að fella eitt einasta tré til að uppskera kork.

Nú skipar Yoloha heiðursess í Systrasamlaginu ásamt norsku Asanas-korkjógamottunum sem fylgdu í kjölfarið og eru ekki síður vel hugsaðar og vandaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda