Tónlistarkonan Adele hefur vakið athygli á síðustu dögum fyrir að vera orðin töluvert mikið grennri en hún var.
Næringarfræðingur sagði í viðtali við UsWeekly að miðað við myndir sem náðust af henni á eyjunni Anguilla hafi hún misst að minnsta kosti 30 kíló á síðastliðnu ári.
Aðdáandi sem segist hafa talað við söngkonuna sjálfa á Anguilla nýlega segir að Adele hafi sagt sér að hún hafi misst um 45 kíló. Adele var stödd á Anguilla ásamt tónlistarmanninum Harry Styles og segir aðdáandinn að stjörnurnar hafi spjallað í nokkra stund við hana og vinkonur hennar.
Hversu mörg kíló tónlistarkonan hefur losað sig við er því óvíst en myndirnar ljúga alla vega ekki, hún hefur grennst.
View this post on Instagramtalked to Adele last night and she’s happy I skipped class today too
A post shared by l e x (@lexilarsonn) on Jan 3, 2020 at 8:27am PST