„Hægðavandamálin tengjast yfirleitt hægðatregðu, allt upp í það að fólk er ekki að hafa hægðir nema einu sinni í viku. Af fenginni eign reynslu er maður ekki heilsuhraustur ef maður þjáist af hægðatregðu,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:
HÆGÐIR ERU ÚRGANGUR
Þegar við borðum fer fæðan í gegnum meltingarveginn þar sem hún brotnar niður svo líkaminn geti tekið upp næringu úr henni þegar hún kemur í smáþarmana. Úrgangurinn fer svo út í ristilinn, þar sem áfram er unnið úr honum. Hann þjappast saman á ferð sinni í gegnum ristilinn og skilast að lokum út sem hægðir.
Hægðatregða er eitt stærsta heilsufarsvandamálið í dag – því ef við erum ekki að losa okkur við hægðir minnst einu sinni á dag, helst tvisvar eða þrisvar, erum við að safna S-K-Í-T innan í ristlinum.
Þegar úrgangur liggur innan á ristilveggjunum lamar hann veggina, sem gerir það að verkum að ristillinn getur ekki ýtt úrganginum áfram að endaþarmi.
Uppsafnaður úrgangur getur líka safnast saman á ákveðnum stöðum í ristlinum og myndað ristilpoka. Þeir eru í raun fullir af úrgangsefnum, sem ættu ekki að vera í líkamanum.
HREINSUN OG ENDURUPPBYGGING ÞARMAFLÓRUNNAR
Eitt helsta markmiðið með HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum er að hreinsa ristilinn og losa hann við uppsafnaðan úrgang. Um leið og ristill og þarmar hreinsast, breytist yfirleitt almenn líðan fólks.
Samhliða hreinsun er svo unnið að enduruppbyggingu á örveruflóru í þörmum, en við það styrkist ónæmiskerfi líkamans. Ónæmiskerfið er nefnilega að stóru leyti í þörmunum.
Ekki dugir þó bara að taka góðgerla til að byggja upp örveruflóruna, ef ekki er tekið til í þörmunum fyrst. Warren P. Phillips, bandarískur vísindamaður og sérfræðingur í hreinsunum (detox), líkir óhreinum þörmum við stöðuvatn.
„Ef þú ert með stöðuvatn þar sem í er veikur og dauður fiskur, getur þú bætt við nýjum fiskum, en að lokum munu þeir líka verða veikir og deyja. Það er í raun það sem er að gerast hjá fólki sem er að taka góðgerla, en líður samt ekki vel.“
ERT ÞÚ MEÐ HÆGÐATREGÐU?
Hægðateppa og niðurgangur til skiptist er eitt af merkjum hægðatregðu. Þegar líkaminn losar sig ekki við úrgang reglulega myndast stílfur í ristlinum, sem síðan bresta sem niðurgangur.
Það er ýmislegt hægt að gera til að breyta þessu, meðal annars taka inn Magnesíum Oxide til að auka hægðalosun og trefjar eins og Psyllium Husk eða Acacia til bæta losunina.